Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 14
fyrir eyrum getur verið fyrsta viðvörun um eyrnabólgu, sem seinna getur orðið sársauka- full og ef til vill leitt til alvarlegra aukasjúk- dóma, eins og klettbeinsígerðar: Bólgu og í- gerðar í beinhnútnum sem liggur aftan við eyrað. Nýtízku lyf duga mörg ágætlega við eyrna- bólgum, en þó nægja þau ekki nærri alltaf; þá verður ekki komizt hjá að stinga á hljóð- himnunni og hleypa greftrinum út. Lokun á hlustinni af eyrnarmerg, aðskota- hlutum eða bólgum getur valdið þrýstingi á hljóðhimnuna. Slíkur þrýstingur getur breiðzt út gegnum miðeyrað til innra eyrans og vald- ið hljómi eða suðu. í sambandi við ertingu á heyrnartauginni getur verið stöðugur sláttur, sem orsakast af þrengdum eða útvíkkuðum æðum í eyrnaganginum. Ákveðin lyf geta haft óheppileg áhrif á heyrnartaugina og valdið suðu. Meðal þeirra er kínin og ákveðin fúkkalyf. Þetta er mál, sem á að ræða við lækninn. Sú staðhæfing að aspirín sé með öllu ó- skaðlegt verkjalyf er löngu úr sögunni, en þó er fæstum sennilega ljóst, að aspirín getur valdið heyrnarleysi. Árið 1953 kom fyrir- spurn í blaði Ameríska læknafélagsins hvort salicyllyf (aspirín), hefðu varanleg áhrif á heyrnina, og spyrjandinn bætti við: Sé svo, væri þá rangt að gefa sjúklingi með bráða liðagigt nægjanlega stóra skammta, hafi hann fyrir heyrnardeyfu sem afleiðingu af bólgum og ígerð í miðeyranu? Spyrjandi fékk eftirfarandi svar: Heyrnar- deyfur af völdum of stórra kínín- eða salicyl- skammta á sér ekki stað nema suða sé fyrir eyrunum á undan. Sjúklingurinn ætti því á- hættulaust að geta tekið salicyl á meðan ekki ber á suðu fyrir eyrum. Vægar skemmdir á heyrnartauginni af völdum salicyls og kíníns, er hægt að bæta. Ef hætt er við lyfin um leið og ber á suðu, ætti heyrnin að ná sér til fullnustu. í grein sem kom seinna í Ameríska læknablaðinu (1957), er hvatt til aðgæzlu við notkun fúkkalyfja þegar sérstaklega stendur á. Síðan segir: Heyrnardeyfa af völdum fúkkalyfja or- sakast af vökvasöfnun í miðeyranu eftir bráða miðeyrabólgu, sem hefur fengið fúkkalyfja- meðferð. Þau eyða oft bólgunni á 24 tímum. Vökvinn er smitlaus, en ekkert örvar háræð- arnar til að þenjast út og sía hann burt. Vökv- anum hættir til að smitast á ný. Næringarskortur getur valdið suðu fyrir eyrum. Þá er vítamínríkur kostur nauðsyn- legur til lækningar. Hreyfing getur átt sinn þátt í að minnka þrýstinginn á taugarnar og vefina og bæta blóðrásina. Hálsæfingar geta verið sérstak- lega þýðingarmiklar. Þær eiga sinn þátt í að halda opnu millibilinu á milli hálsliðanna, styrkja liðþófana og auka vökvarennslið í háls- og eyrnasvæðinu. Geispar geta átt góðan þátt í að opna kokhlustina. Við það jafnast þrýstingurinn í miðeyranu og heyrnin batnar um leið. Oft blæs læknirinn í kokhlustina, en það er að- ferð hans til að opna hana. Tækinu sem er notað til þess er smeygt í gegnum nefið. Það þyrfti að vera hverjum manni ljóst að heyrna- kerfið er eitt af viðkvæmustu líffærum lík- amans. Þar sem það stendur í beinu sambandi við taugakerfið eru viðbrögð þess í samræmi við andsvör taugakerfisins við streitu og öðru álagi. Allir eiga að gæta heyrnar sinnar eins og þeim er frekast unnt. Hvaða tegund eyrna- suðu sem er, á að taka til læknismeðferðar. Forðast á með öllu móti að eyrnargangarnir stíflist. Sé bómull stungið í eyrað geta trefjar úr henni festst í eyrnarmerg og það getur orðið upphaf að stíflu. Notið ekki óvönduð tæki eins og eldspýtur, til að fjarlægja merg Framh. á gls. 13. 12 FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMAL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.