Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 9
um, að hjá þessu fólki var fæðan að jafnaði IVi sólarhring í gegnum meltingarveginn. Hjá öldruðum sjúklingum tók það oft Vl mánuð. Þetta eru áhrif vestrænnar menningar og fæðunnar sem henni fylgir á hegðun melt- ingarfæranna. I London, Ontarío er fæðan mjög úrgangs- snauð. Afleiðingin er litlar hægðir og þær eru lengi á leiðinni gegnum meltingarveg- inn. Þannig verður saurinn fastur og harður, þegar hann kemur niður í ristilinn, vöðvarn- ir verða því að vinna yfirvinnu til að mjaka honum áfram. Þetta er það sem veldur skaufamyndun, sem er svo algengur sjúkdómur. Auk þess kemur í ljós, að gerlagróðurinn í þönnunum, er allt annar í London, Ontario í Norður- ameríku, en í hægðum Afríkubúa, eða Japan og Indlandi, þar sem ristilkrabbi er sjaldgæf- ur. Hvað skeður? Þessi gerlagróður brýtur niður ýmis efni í gallinu í þörmunum og breytir því í krabbameinsvalda — efni sem orsaka krabbamein. Með þessum úrgangs- lausa kosti, sem ég hefi verið að úthúða, gefst gerlunum geysimikill tími til að brjóta niður gallið. Þegar búið er að brjóta gallið niður og eiturefnin eru mynduð, haldast þau saman- hrúguð að innþekjum þarmanna tímum sam- an. Aftur á móti eru þau útþynnt í miklum hægðum hjá fólki í þeim samfélögum, sem lifir á úrgangsríkum mat. Þau færast hratt í gegnum þarmana og þar er engin hætta á ferðum. Það er eftirtektarvert, að einustu dýrin, sem fá þarmakrabba eru gamlir hundar, þó það séu hreinar undantekningar. Þetta er vegna þess, að þeir eru aldir meira á óeðli- legu fæði en önnur dýr. Það er moðað í þá súkkulaði, sykri og kexi. Þeir eru líka einu dýrin, sem fá gyllinæð. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Hippokrates skrifaði: það breytir miklu fyrir heilsu og líkama mannsins, hvort brauð- ið er fíngert eða gróft; hvort hveitið er með klíðinu eða ekki. Hippokrates komst því þegar að raun um það, að klíðið væri mikil- vægt, en við höfum daufheyrst við orðum hans. En nú getið þið ekki komist hjá, að spyrja mig: hvaða breytingar gerðirðu á lífsháttum þínum, eftir að þú komst að raun um sam- bandið á milli mataræðis og vestrænna sjúk- dóma, og þá fyrst og fremst sjúkdóma í ristl- inum og krabbamein? Þær voru ekki miklar. Við hleypum aldrei klíðlausu hveitibrauði eða hveitimjöli inn á heimili okkar. Við kaupum heilkornsbrauð. Konan mín og 2 giftar dætur okkar, búa til heilkornsbrauð úr heilkorni. Þetta er því fyrst og fremst breytingin, sem ég vil mæla með. Auk þess bætum við matinn okkar með aukaskömmtum af klíði eða öðru nafni brani, sem er einmitt það, sem malarinn skilur frá korninu og svo er það gefið hrossum og öðr- um húsdýrum. Við setjum klíðið saman við hafragrautinn, kornflakes, súpur og allt mögulegt. Og ég hef ákveðið að draga mikið úr sykurneyzlunni. Ég hvet ykkur eindregið til að bæta klíði í matinn. Þið munið komast að raun um að þá þjáist þið ekki lengur af hægðatregðu. Svo mörg eru þau orð Denis Burkitts um menningarsjúkdóma vestrænu þjóðanna. Hér er að vísu aðeins örstuttur útdráttur úr því mikla máli, sem hann skrifar um þá. Ekki veit ég hvort læknarnir okkar og næringa- sérfræðingar verða allir sammála þessum sér- stæða lækni með ævintýralega lífsferilinn að baki sér. Ég hef einusinni barið hann augum, eins og Halldór Laxness kemst einhvers staðar að orði. Hann er hár, grannur, skarpleitur, flóð- mælskur, með dálitla ofstækisglóð í auga. Ég 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.