Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 24
C- vítamín og æðakölkun Tilraunir sýna að C-vítamín á mikinn þátt í heilbrigði stoðhimna æðaþelsins (in- tima). C-vítamín-skortur veldur breytingum á himnunni. Hjá naggrísum orsakar hann æða skemmdir, sambærilegar þeim, sem finnast við æðakölkun í mönnum. Þessar sömu til- raunir hafa sýnt, að C-vítamíngjöf dregur úr skemmdum af völdum æðakölkunar. Þetta gefur til kynna, að efnaskipti C-vítamínsins í líkamanum hafi tvímælalaust áhrif á þró- unarferil æðakölkunarinnar. Samkvæmt ritstjórnargrein í American Journal of Nutrition (amerískt tímarit um næringarfræði) (23, 27 — 1970), eru þeir þættir, er helzt gefa í skyn þátt C-vítamíns- skorts sem orsök æðakölkunar, eftirfarandi: 1. Eitt af fyrstu og fremstu ætlunarverkum C-vítamínsins er að auðvelda myndun fib- roblastanna, sem límgjafi bandvefsþráð- anna myndast úr. 2. Sjúkdómsþróun stífludreps í hjarta (in- farctus cordis), sem á sér stað milli þess sem blóðið síast úr æðinni og til myndun- ar límgjafans í æðakölkunar- og band- vefsblettunum, hefur enn ekki fengizt lætur á sér kræla, eigið þér að stinga örlitlu af engiferrót upp í yður. Ertingin af engifern- um fullnægir lönguninni að vissu marki, og þó aðeins smá ögn af engifer sé í munnin- um, er bragðið svo sterkt, að reykingar verða hreint ekki þægilegar og við það minnkar freistingin. nægilega skýrð, þó þeim kenningum vaxi fylgi, að skemmdirnar verði minni og grói fyrr, sé líkamanum vel séð fyrir C-vítamín- um. 3. Æðakölkun hefur verið framkölluð í til- raunadýrum, með því að svipta þau alger- lega C-vítamínum og hún hefur myndast þó kólesterólgildin hafi ekki verið óhæfi- lega há og að ekki hafi verið um fituút- fellingar að ræða í frymisnets- og þelskerf- inu (reticuloendothelial-system). 4. Næringarfræðirannsóknir hafa leitt í ljós, að C-vítamínskortur er útbreiddari meðal aldraðs fólks en þess, sem yngra er, enda sækir æðakölkun miklu meira á með aldr- inum. 5. Hjá sjúklingum með skyrbjúg hefur verið sýnt fram á óeðlileg hjartalínurit, þó breyt- inganna hafi ekki orðið vart klíniskt og engin merki hjartasjúkdóms komið fram í líðan sjúklingsins. Mikla athygli hefur vakið að línuritstruflanir hurfu viku eftir að C-vítamíngjöf hófst. Bj. Bj. þýddi. Sjúklingurinn fylgdi ráðleggingunni fullur vantrúar. Þetta skeði fyrir 7 árum. Hann hef- ur ekki reykt síðan. Þarna sjáið þið! Reynið engiferrót; þið kunnið að hafa heppnina með ykkur. Bj. Bj. þýddi. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 22

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.