Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 20
Sœmundur G. Jóharmesson. reykingum og öðru. Fannst mér þá ég verða í Drottins nafni að leggja út á þá braut að láta úti lyf, enda hafði ég nálega ómótstæði- lega löngun til þess, hafði þegar ég var barn ákaflega gaman af að lesa Lækningabók Jón- assens. - Læknar hér hafa ekkert skipt sér af þessu, jafnvel komið fyrir, að vísað hefur verið til mín. - Margir hafa líka fengið lyf við reykingum, og ég veit, að margir hafa hætt, þótt sumir byrji aftur af rælni. En ég hef lært að vara fólk við því. Ef þér hafið nafn og heimilisfang manns- ins, sem þér segið frá á bls. 21-22, þá skal ég með ánægju senda honum lyf gegn tó- baksnautn. Hann þarf ekki að greiða þau fyrirfram og ekki heldur, ef þau gera honum ekki gagn. En geri þau sitt verk, svo að hann geti alveg hætt, má hann greiða þau. Fyrir mitt leyti efast ég ekki um gagnið af þeim. Ef þér viljið hafa samband við hr. Steindór Steindórsson, fyrrv. skólameistara Mennta- skólans á Akureyri, þá býst ég við, að hann muni fús til að segja yður, hvaða áhrif annað þessara „andúðar"-lyfja hafði á hann í fyrra- haust. Það var sent til að styrkja hann eftir mikinn blóðmissi, en hafði þau áhrif um leið, að honum hvarf nálega öll löngun í tóbak, svo að hann gat ekki reykt pípuna 18 sína nema 3-4 reyki. Þá var löngunin horf- in. Hann hefur sagt öðrum en mér frá þessu, fólki, sem svo hefur komið og beðið um „sömu pillur og hann Steindór fékk." Virðingarfyllst, Sœmundur G. Jóhannesson. 1 bréfi því, sem fer hér á eftir kemur Theó- dór Gunnlaugsson inn á athyglisverða hug- mynd um hvernig ætti að haga fræðslu um skaðsemi reykinga og önnur heilbrigðismál í skólunum. Þess vegna fékk ég leyfi hans til að birta bréfið. Þó það sé kannski óviðeig- andi að birta hól um sjálfan sig, eins og þetta bréf er að miklu leyti, læt ég það samt fjúka, og til þess að kóróna verkið birti ég einnig atriði úr svarbréfi mínu til hans: Eg þakka yður bréfið góða, sem þér skrif- uðuð mér 16. apríl. Það var bæði hressandi og uppörvandi að fá svo góð og viðurkenn- andi ummæli frá manni sem veit hvað hann er að fara og er jafn brennandi í andanum og þér. Ég náði mér í febrúarheftið að Heima er bezt og las greinina yðar þar af athygli og mér til ánægju ... Einmitt svona á að taka á þessum málum, á skemmtilegan og liálf gamansaman hátt, án þess að særa neinn. Ef nógu margir leggðust á þessa sveif, til að breyta almenningsálitinu, væri hægt að hnika ýmsu til bóta og bjarga miklu, en því miður eigum við allt of fáa liðsmenn í baráttunni gegn reykingum ... Bjarni Bjarnason. Austra-Landi í Öxarfirði, 16. 4. 1973. Kæri Bjarni Bjarnason. Þessar fáu línur eiga að flytja yður mínar innilegustu þakkir fyrir ómetanlegt starf í FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.