Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 10
D. V. Beaven, læknir: Sykursýki Sykursýki stafar af skorti á eðlilegri myndun insúlíns. Eiginlega er sykursýki lélegt heiti á sjúkdómnum, vegna þess, að hann truflar eggjahvítu og fituefnaskipti líkamans jöfnum höndum og kolvetnanna. Insulín er hormon eða vaki og kemiskur stjórnandi athafna frumanna í líkamanum. Orðið hormón, er komið úr latínu og þýðir sendiboði. Insulín- hormónarnir líkjast eggjahvítuefnum og myndast á einum ákveðnum stað í líkaman- um, en áhrif þeirra ná til allra svæða hans. Insulín myndast í svokölluðum beta-frumum í Langerhans-eyjum briskirtilsins. Þegar heilbrigt fólk borðar og fæðan melt- ist og síast úr maganum og þörmunum, losa aðrir hormónar í innþekjum maga og þarma insúlínið út í blóðstrauminn úr birgða- geymslu briskirtilsins. Myndun insúlíns vex í samræmi við eggja- hvítu og sykur blóðsins, sem byggist á síun næringarefnanna frá meltingarfærunum. Insúlínið er vitanlega nauðsynlegt til að flytja sykur og eggjahvítu til allra fruma lík- amans. Þúsundir milljóna, í hverju einasta lffæri ,eiga allt sitt undir insúlninu komið, að það færi þeim Ifsnauðsynleg næringar- efni. Sé insúlnmyndunin eða útrás þess trufluð, bregst um leið flutningur eggjahvítu og syk- urs til frumanna og þannig truflast eðlileg starfsemi þeirra. Auk þess vex blóðsykurs- magnið smátt og smátt, þar til sykurinn fer að skiljast út með þvaginu, gegnum nýrun. Of mikill sykur síast þar út og líkaminn getur ekki hagnýtt sér hann. Sykurmagnið í þvag- inu fer því vaxandi. Stundum getur sykur- magnið orðið svo mikið, að ógrynni af vatni þurfi til að halda sykrinum í upplausn og hindra að sykurleðja þvagsins fellist út sem kristallaðar, en þeir myndu skadda nýrun og blöðruna. Þegar svona stendur á, verða þvaglátin æði mikil og þessu fylgir stöðugur þorsti og vökvadrykkja. Bráð sykursýki af þessu tagi á sér aðallega stað meðal barna og ungs fólks. kemst þannig að orði vegna þess, að hann missti annað augað sem drengur. Það varð til þess, að enska herlæknaráðið synjaði hon- um um stöður í samveldislöndunum, sem hann sótti um hvað eftir annað. Þó fór svo að lokum, að hann fékk stöðu við spítala í Kam- pala í Afríku og vann þar frábær afrek í sinni sérgrein. Hvort sem kenningar þessa óvenju hug- kvæmna læknis eiga eftir að fagna sigri, eru þær sannarlega þess virði að þær séu krufðar til mergjar og hugsað um þær. Það eru mennirnir með hugkvæmnina, hugarflugið og eldmóðinn sem við eigum að hlusta á fordómalaust, því af þeim er helzt að vænta lausnar á þeim gátum, sem barist er við að leysa og mestu máli skiptir að séu leystar. 8 fréttabréf um heilbrigðismál

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.