Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 11
Fundur í Félagi sykursjúkra. Helgi Hannesson, form. í rœdustól. Þetta er miklum mun sjaldgæfara meðal eldra fólks, þar sem aðdragandi insúlínskorts- ins er venjulega miklu lengri og hæggengari. Það er meira að segja talið, að 10 ár geti lið- ið frá því að insúlínskortur hefst og þar til sjúkdómurinn er kominn á það stig, að sjúklingurinn finni til þess að hann þurfi að leita læknis. Sykursýki hefst sem sagt nokkuð skyndi- lega í ungu fólki, og þannig geta frumur þess ekki starfað með eðlilegum hætti, og það fær væg einkenni vanheilsu og verður næmt fyr- ir smiti. Seinna kemur þorsti og ör þvaglát. Eldra fólkinu hrakar miklu hægar, sem verð- ur til þess, að sjúkdómurinn uppgötvast oft ekki fyrr en seint og síðar meir, en þá veldur eggjahvítan, sykurinn og ekki sízt fitan, stöð- ugum en hægfara skemmdum á slagæðum líkamans. Heilaslag og hjartaáföll geta síðan orsakast af þessu ástandi. Tíðni sykursýki Sykursýki má heita sjaldgæf hjá fólki inn- an 21 árs aldurs. Eftir það fer hún stöðugt vaxandi meðal allra þjóða heims. Sykursýki er algengust hjá holdugu fólki, þó fær holdgrannt fólk, eins og Indverjar og Kínverjar hana. Hún virðist vera allsherjar- sjúkdómur mannkynsins. í Nýja-Sjálandi hafa vísindamenn fengið staðfest, að 8 af hverjum 100 Maórum, sem koma á -hristchurchspítalann séu með sykur- sýki, en 4 af hverjum 100 Evrópumönnum. Hvað veldur þessum mikla mismun, vita menn ekki. Meðferð Það hefur mikla þýðingu að sjúkdómurinn komi snemma til meðferðar. Ekki fer á milli mála, að þegar sjúkdómurinn finnst snemma, og blóðsykrinum er haldið eins eðlilegum og frekast er unnt, verður sjúklingunum lengra lífs auðið en ella og geta verið, að því er virðist, við góða heilsu. Aðallega er um þrenns konar meðferð að ræða. 1. Isúlín: Það er eggjahvítuhormón og kemur ekki að notum, sé hann tekinn inn; þess vegna verður að bæta skortinn með sprautum. Þær eru gefnar 1-—2 sinnum á dag; sjaldan 3 sinnum. Nú munu vera 20 tegundir insúlíns að velja á milli, og það get- ur tekið margar vikur, með tilraunum og mistökum, að finna hina heppilegustu. Að- Framh. á bls. 10. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.