Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 16
að svipaður, en útbreiddari taugasjúkdómur, kallaður Crusfeldt Jakobs sjúkdómur, orsak- aðist einnig af veirum. Það er sameiginlegt með kuru og CJ-sjúkdómnum, að fyrstu ein- kennin koma fram mánuðum og árum eftir upphaflegu smitunina. Þeir eru frábrugðnir veirusjúkdómum, sem valda bráðum veik- indum ,að því leyti, að þeir valda engum bólgum, né heldur verður nein mótefna- myndun hjá sjúklingunum af þeirra völdum. Veirur, sem valda bráðri sýkingu, taka á sitt vald alla efnafræðilega starfsemi frumanna, sem þær ráðast inn í og þvinga þær til auk- innar veirumyndunar. Með framhaldi slíkra bráðra smitana geta frumurnar stórskaddast eða tortímst. Hægfara veirurnar eru ekki eins aðfara- miklar við að brjóta niður eðlilega starfsemi frumanna en blunda innan þeirra þar til eitt- hvað vekur þær af dvalanum, t. d. önnur veirusmitun ,eða eitthvað annað dregur úr mótstöðuafli sjúklingsins. Veirur, sem valda bráðum sjúkdómum geta stundum orðið hægfara. Mislingaveiran getur stundum valdið hægfara eða hálfbráðri, siggmyndandi heilabólgu, sem er að vísu sjaldgæf, en veldur óbætanlegum skemmdum á öllu taugakerfinu. Sjúkdómurinn kemur venjulega fram í börnum, nokkrum árum eft- ir að þau hafa fengið mislinga. John L. Sever, læknir og veirusérfræðingur, telur líklegt, að þeir sem verða mislingum að bráð á þennan hátt, hafi veiklað, eða á einhvern hátt gallað ónæmiskerfi og af þeim sökum takist því ekki að vinna á öllum mislingaveirunum, heldur nái þær bólfestu í líkamanum og skjóti síðan upp kollinum sem hægvirkar veirur. Fjölmargar rannsóknir benda til þess, að heila- og mænusigg sé veirusjúkdómur, og síðustu rök hníga að því, að sökudólgurinn kunni að vera mislingaveira. Heila- og mænu- siggssjúklingar hafa meira mótefnamagn gegn mislingum, en samanburðarhópar, sem fengu mislinga á sama aldursskeiði. Enn- fremur hafa sumir heilamænusiggssjúkling- arnir hærri gammaglobulingildi í mænu- vökvanum - eggjahvítuefnið, sem ber í sér mótefnin — sem gefur til kynna að einhver smitverkun sé bendluð við sjúkdóminn. Sú uppgötvun, að hægfara veirur orsökuðu kuru og CJ, varð vísindamönnunum hvatn- ing að sprauta dýr með vefjasúpum úr sjúk- lingum með ýmsar tegundir taugasjúkdóma, til að komast að raun um hvort hægvirkar veirur ættu þar einnig hlut að máli. Auk heila- og mænusiggsrannsóknanna standa nú yfir þess háttar rannsóknir á hliðstrengja- mænusiggi með vöðvarýrnun og á lamariðu (Parkinson), sem lengi hefur verið bendluð við infíuenzuna 1918-19. Sé þarna um veiru- sjúkdóm að ræða ,standa góðar vonir til að heppnast kunni framleiðsla nýrra bóluefna, eða einhverra lyfja, sem vinni á hægvirku veirunni, á sama hátt og hægt er að forða smituninni af völdum bráðra veirusjúkdóma, frændum þeirra. Bj. Bj. þýddi. Efni: Er ristilkrabbamein umhverfis- sjúkdómur? . 3 Sykursýki . 8 Suða fyrir eyrum . 10 Veirur, hin langvinna dauðaorsök . 13 Skólanemendur standa fyrir skýrslugerð um reykingar . 15 Blindir læra að lesa með maganum . 16 Tvö bréf til lesenda Fréttabréfsins . 17 Fróðleiksmolar . 20 C-vítamín og æðakölkun . 22 14 FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMÁl

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.