Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 23
SKÓLANEMENDUR STANDA FYRIR SKÝRSLUGERÐ UM REYKINGAR Framh. af bls. 15. - Heldurðu að eigi að banna tóbaksaug- lýsingar? Einn hinna ungu forstöðumanna skýrir frá hvað rannsóknin leiddi í ljós. - Fjórði hluti nemendanna hafði aldrei reykt. Nokkur börn höfðu fiktað við reykingar um 5 ára aldur, en flestir drengirnir, sem eitt- hvað höfðu átt við reykingar, kveiktu í fyrstu sígarettunni 7-8 ára gamlir. - Meiri hluti stúlknanna hafði ekki látið freistast eins snemma og drengirnir; þær gerðu fyrstu tilraunina í krigum 10 ára ald- ur. - Skýrslurnar sýndu, að langflestir, bæði drengir og stúlkur, höfðu fengið fyrstu sígar- ettuna hjá vini. Þetta er ein ástæðan til þess, að foreldrar segja: Vertu gætinn í vinavali. - Það er talið að auglýsingar örvi mörg börn til að hefja reykingar og halda þeim á- fram. - Bæði drengir og telpur töldu flest, að reykingar gætu valdið lungnakrabba. Miklu fleiri telpur álitu það en drengir. Samt sem áður svöruðu mörg: Ég veit það ekki. — Þetta sýnír að það ætti að fræða skóla- börnin miklu meira um reykingahætturnar. — Sextíu % þeirra telpna, sem höfðu reykt, sögðu að þær myndu ekki gera það fullorðnar. Fimmtíu og tvö % drengjanna kváðust ekki ætla sér það. Tíu % telpnanna héldu að þær myndu reykja framvegis, en 22% drengjanna voru sömu skoðunar. Hin voru ekki viss. Blaðið, sem flutti greinina segir í lokin: Niðurstöður okkar eru þær, að reykingar séu mikið vandamál í skólum, og að miklu meira þurfi að gera til að fræða börnin hvaða hættur þær hafi í för með sér fyrir heilsuna. Bj. Bj. þýddi. sem lofar góðu, verður að einbeita sér misk- unnarlaust að rannsókn þess og fylgja því eftir, segir prófessor Peter Alexander, einn af mestu krabbameinssérfræðingum nútím- ans. H. B. Turbott, læknir: Sennilega vinnst baráttan gegn sígarettu- reykingum aldrei, nema fundin verði upp meinlaus sígaretta eða að allir foreldrar gefi börnum sínum gott fordæmi, með því að reykja ekki. Ef faðir, móðir eða skólakennarar reykja, hvernig eiga þá börnin að fást til að viðurkenna að þau megi það ekki? Það er margreynt, að reykingar meðal barna eru miklu algengari þar sem foreldrar og eldri systkini reykja. Vitanlega á sér stað að börn taki upp á að FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL reykja þó aðrir í fjölskyldunni geri það ekki, og þá venjulega til að sýna sjálfstæði sitt, og til að vera ekki minni en árgangarnir, sem þau umgangast. Það er sennilega vonlaust með öllu, að ætla að gera börn áhyggjufull út af reyk- skemmdum, sem fyrst segja til sín eftir 20- 40 ár. Eina vonin er að fá börnin til að reykja ekki, vegna þess, að það hafi illar og alvar- legar afleiðingar fyrir loftskipti og rúmtak lungnanna, sem spilli því, að þau geti náð árangri eða skarað fram úr í íþróttum. Herbragð til að hœtta reykingum. Ungur læknir gaf sjúklingi, sem langaði til að hætta reykingum, þessa vísbendingu: Berið á yður svolítið af engiferrót (djöflarót). Hve- nær sem löngunin til að kveikja í sígarettu 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.