Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 6
Þetta var því uppgötvun á orsök krabba- meins, sem leiddi í ljós hvað fólk í ákveðnum starfshópi fékk það og hverjir ekki. Leit að umhverfisþáttum, algengum í vissum hóp, en sem komu ekki fyrir í öðrum, leysti gát- una. Sagan af Pott, sem uppgötvaði fyrir 200 árum, að sótarar fengu krabbamein í pung- inn af að hreinsa skorsteina, er svo alkunn, að óþarft er að endurtaka hana. Einn frægasti maður nútímans, fyrir leit sínan að umhverfisþáttum krabbameins og uppgötvanir í sambandi við hana, er írski skurðlæknirinn, Denis Burkitt. Hann ferð- aðist fyrir nokkrum árum um 9 Afríkulönd, til að rannsaka útbreiðslu sérkennilegs, il- kynja sjúkdóms, sem heldur sig að langmestu leyti á vissum svæðum í Afríku og herjar nær eingöngu á börn. Uppgötvanir Burkitts á eðli sjúkdómsins, hegðun hans og útbreiðslu voru næsta ævintýralegar, og öfluðu honum skyndilega heimsfrægðar. Furðulegur árang- ur hans af læknismeðferð á sjúkdómnum, vakti ekki síður athygli um alla heimsbyggð- ina. En saga þessa sjúkdóms verður ekki rakin að þessu sinni, heldur verður skýrt frá skoð- unum þessa hugmyndaríka læknis á því, hvernig ristilkrabbameinið verður til og fær- ist jafnt og þétt í aukana. En áður en hann kemur að því, lætur hann gamminn geysa um aðrar tegundir krabbameins og háttalag þess. Látum hann nú sjálfan tala: Ég ætla að ræða krabbameinstegundir, sem eru sérkennandi fyrir vestræna menningu og eru undir áhrifum hennar. Krabbamein í brjósti er algengasta krabba- meinstegund í Englandi. En ég var fyrir nokkru á mjög menningarsnauðu svæði í Afríku, og dvaldi þar hjá trúboðslækni, sem hafði í 14 ár verið einasti læknir hér um bil 100.000 manna þjóðflokks. Hann hafði aldrei 4 séð eitt einasta brjóstakrabbamein. Það er af einhverjum ástæðum miklu algengara meðal vestrænna þjóða. Lungnakrabbinn er vestrænn sjúkdómur, vegna þess, að náunginn sem reykir, fær lungnakrabbamein, en hinn, sem lætur sígar- ettuna eiga sig, og sézt aldrei með hana milli fingranna, fær það ekki. Þetta er eitt allra ljósasta dæmi um krabbamein, sem umhverf- ið skapar. Til allrar óhamingju göngum við fast fram í því, að kenna fólkinu í vanþróuðu löndun- um, að tileinka sér þennan sjúkdóm. Sú krabbameinstegund, sem mig langar mest til að ræða við ykkur, er krabbamein í ristlinum. Krabbamein í ristli, er sú tegund, sem drepur flesta í Englandi, næst lungnakrabbanum. 1 Bandaríkjunum finnast 200 tilfelli af ristil- krabbameini daglega. Tuttugu ný tilfelli dag- lega í Kanada, en það er ákaflega sjaldgæft í þróunarlöndunum. Það er engin krabbameinstegund jafn tengd efnahagslegri þróun og krabbamein í ristli. Þessi tegund krabbameins, stendur í nánu sambandi við nýtízku menningu vest- rænu ríkjanna. Það er í meira lagi athyglis- vert, að á iðnaðarsvæðum Bandaríkjanna er ristilkrabbamein í hámarki en í lágmarki á landbúnaðarsvæðunum. Þessi atriði verður að taka til greina, þegar við leitumst við að hugsa okkur orsakir ristilkrabbans og reyn- um, vona ég, jafnframt að útrýma honum. Sú afstaða, sem við ættum að taka í krabba- meinsrannsóknunum er sú, að ef 2 sjúkdóm- ar eru alltaf tengdir hvor öðrum, eigi þeir sennilega sameiginlegan uppruna. Sé líldegt að orsök þeirra sé sameiginleg, og annar er sjaldgæfur en hinn algengur, skulum við gleyma sjaldgæfa sjúkdómnum í bili, en leita orsaka algenga sjúkdómsins. Við finnum þá um leið orsök hins sjaldgæfa. Nokkru seinna heldur Burkitt áfram: Þið FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.