Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 8
fæðutegundum, vegna þess að hvíti maður- inn, sem býr til mótorhjólin borðar hveiti- brauð. Og hann heldur áfram að gerast snjall- ari og snjallari. Nú verður hann stúdent í læknisfræði í Dar-es-Salaam háskólanum. Maísinn úr sögunni, hirsikornið úr sögunni; öll gagnleg fæða rokin út í veður og vind. Nú borðar hann ávaxtasultu, sykur, hveiti- brauð og osta. Hver ögn af ómeltanlegum trefjum horfin úr mataræði hans. Nú er hann af eðlilegum ástæðum kominn með hægða- tregðu, og hættan á að fá botnlangabólgu hefur stórum aukist. Botnlangabólga hefur að minnsta kosti tvítugfaldast í öllum meiri- háttar sjúkrahúsum Vesturafríku. Hún þrí- tugfaldaðist í spítalanum sem ég var við í Kampala. Botnlangabólgan verður sífellt tíðari meðal hinna menntuðu Afríkana, alls staðar á meginlandinu. í þorpunum þekktist hún ekki. Hvað líður þessu nú í vestrænu löndun- um? Á síðastliðnum 100 árum hefur fitu- neyzlan þar aukist um helming, sykurneyzl- an þrefaldast. En trefjaneyzlan — en þá á ég við korntrefjarnar - ekki grænmetistrefjar - notkun þeirra hefur ekki breytzt mikið — korntrefjaneyzlan er orðin 10 sinnum minni. Mesta einstök breyting á mataræði vest- rænna þjóða, áður en fór að bera svo mikið á sjúkdómunum, sem við erum að tala um, er brottnám ómeltanlegra trefja eða úrgangs- efna úr fæðunni. Nú verðum við að spyrja sjálf okkur einnar grundvallarspurningar. Þið segið við mig: Þú heldur því fram, að brottnám trefj- anna úr fæðunni valdi sjúkdómum. Hvernig í ósköpunum veiztu þetta. Gott og vel. Mig langar til að sýna ykkur fram á, hvaða áhrif trefjarnar eða trefjaskortur fæðunnar hefur á hegðun meltingarfæranna og á þéttleika og magn hægðanna. Þetta er grundvallaratriði í rannsóknum meltingasjúkdómanna. Ég hef 6 komist að því, að í Norðurameríku og Eng- landi, hefur yfirgnæfandi fjöldi lækna ekki hugmynd um hvað litliskattur eða hádegis- verður eru lengi að koma sér í gegnum melt- ingarveginn. Þetta er eitt af því, sem hefur verið gersamlega vanrækt að kenna. Við höfum rannsakað þetta í Englandi og í Afríku, meðal ýmsra hópa fólks. Við gáfum fólki plastperlur, sem var skorið upp í og sett baríum í skurðinn. Oll fjölskylda mín fékk þær, áður en ég gaf þær öðrum, og við skráðum tímann, sem töflurnar voru gleypt- ar. Síðan fékk fólkið plastpoka. Það var beð- ið að hægja sér næstu 5 skiptin í plastpok- ana. Tíminn, þegar hægðirnar komu var einn- ig skráður, pokunum safnað saman og þeir vigtaðir. Sum ykkar kunna kannski að undrast það, að þyngd saursins, sem þið losnið við dag- lega, kann að gefa betri vísbendingar um hversu miklar líkur séu til að þið fáið krabba- mein í ristilinn eða skaufamyndun, eða jafn- vel kranzæðasjúkdóma og gallsteina, en nokkurt annað próf, sem ég veit deili á. Nú vitum við hvenær baríum plastperlurn- ar voru gleyptar. Við vitum hvenær hægð- irnar komu. Við vitum hversu marga klukku- tíma það tók fæðuna, sem þessar plastperlur voru teknar með, að fara gegnum meltingar- veginn. Nú jæja. Hvað kom nú í ljós við rann- sóknir á því, hversu langan tíma það tók fæðuna að fara í gegnum meltingarveginn á fólki í ýmsum samfélögum? í afríkönsku þorpi gerðist það að jafnaði á 35 klukku- tímum. Hjá menntuðum Afríkönum á blönd- uðu fæði, var útkoman nánast sama og hjá grænmetisætum, sem aftur reyndist sama og hjá hjúkrunarkonum í Indlandi, eða 2 sólar- hringar. Þá gerðum við tilraunir á skóla- drengjum í efri aldursflokkum og fólki í hernum í Englandi. Við komumst að raun FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.