Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 21
baráttunni við mestu bölvalda mannkynsins, og ég gleðst af alhug yfir þeim árangri, sem náðst hefur gegn þeim vágestinum, er mest- an ótta hefur vakið. Þegar ég hlustaði á hið afburða snjalla er- indi yðarí útvarpinu x gærkvöld kl. 19,40 — eins og svo mörg önnur — ákvað ég að senda yður örfáar línur, þó nú sé sjón minni þann- ig farið, að ég get ekki fylgzt með því, sem kemur á pappírinn. Eg bið yður því að fyrir- gefa það myrkraverk. En það, sem ég vildi nú helzt við yður segja, er þetta, og hef þá fyrst og fremst í huga síðustu tvö útvarpser- indi yðar: Þar fóruð þér svo skilningsríkum og athyglisverðum orðum um þær hörmung- ar, sem við gætum dregið stórlega úr, ef við aðeins vildum, að ekki gleymist þeim, er veittu orðum yðar óskipta athygli. En - þó að þessi útvarpstími - frá 19,30 til 20, sé hinn ákjósanlegasti, er það mikil sorgarsaga hve fáir fá næði til að hlusta á slík erindi og hve fáliðaður sá hópur er, á sama hátt og þeir, sem lesa — og lesið hafa — Fréttabréf um heilbrigðismál, sem flutt hefur og flytur svo mikilsverðan og ómissandi fróðleik öllum, sem á annað borð unna og vilja leggja lið, heilbrigðu lífi. Astæður eru margar og tókst yður frábærlega vel að leiða þær fram í dagsins Ijós, í fyrrnefndum erindum. Mér flaug í hug ,meðan ég hlýddi á þau, hvernig hægt væri að ná betur til unga fólksins á skólaskyidualdri, því að hlusta á slík erindi, eins og t. d. að þér flytjið þau, hefur marg- föld áhrif - miðað við þao að lesa þau og þá ef til vill með þeim hraða, sem mest hefur verið lagt upp úr allt að þessu. Slík erindi - um heilsuvernd, þyrftu að hljoma yfir nem- endum á skólabekkjum, þar sem kennarinn héldi vörð, og talaði svo um þau, og skýrði betur fyrir nemendum strax á eftir. Segja má, að með nútímatækni sé þetta auðvelt. Slík samtöl milli nemenda og kennara í kennslu- fréttabréf um heilbrigðismál Theódór Gunnlaugsson. stund, mundu örva til umhugsunar - jafnvel hjá börnunum — og þá jafnframt til að styrkja eigin vilja gegn því, sem býður hætt- unni heim. Ekkert afl er máttugra en eigin vilji, til að veita viðnám gegn þeim brotsjó- um ómenningarinnar, sem nú ógna mest og engum er betur kunnugt en yður. Og til að þér sjáið, að þessi orð mín eru sögð í fullri alvöru, þá vil ég vinsamlegast vísa á ofurlitla frásögn í Heima er bezt, febr,- hefti, bls. 60, 1973, þar sem ég geri grein fyr- ir skoðun minni og skýri einnig hve mér er það mikið gleðiefni, að vita yður ganga svo vasklega fram, gegn sama andstæðingi. Hér get ég líka bætt því við, að dýrasta eignin - nú á þessum áratugnum — eru minningarnar og menn, sem treysta má. Og þó er það svo, eins og nú horfir, þá veldur það mér mikium áhyggjum, hvaða erfiðleikar bíða þeirra barna sem hér verða að leik um næstu aldamót. En hér er ég kominn út yfir þann ramma, sem ég ákvað. Allt frelsi þarf að hafa sín tak- mörk. Við skulum vona, að mennirnir skilji það að lokum. Blessuð vonin. Með vinsemd og beztu óskum. Virðingarfyllst. Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.