Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Blaðsíða 15
Veirur, hin langvinna dauðaorsök Allir, sem hafa fengið skjálftaflog og heift- arlega beinverki inflúenzunnar, eða muna eftir rauðu klæjandi flekkjunum, hitanum og höfuðverkjunum, þegar þeir fengu mislinga í æsku, vita, að venjulega kemur veirusmitið sem skyndiárás á líkamann, bráð og ofsa- fengin. En veirur geta einnig leynzt í dái innan fruma líkamans, lifnað við jafnvel mánuðum og árum eftir upphaflega smitið, og valdið langvinnum sjúkdómum, sem jafn- vel geta leitt til dauða. Nú eru vísindamenn að raka saman sönnunum þess, að sumir al- varlegustu taugasjúkdómarnir, þar á meðal lamariða (Parkinsonismus) og heilamænu- sigg (Sclerosis multiplex), kunni að stafa af lævísum aðgerðum þessara hægfara veiruteg- unda. Ein af fyrstu vísbendingum þess, að veirur ættu hlutdeild í ýmsum taugasjúkdómum, eiga fyrstu stoð sína í rannsóknum á kuru, undarlegum sjúkdómi, sem stingur sér niður meðal Fore-ættflokkanna í austurhálendi Nýju-Guineu. Sjúkdómurinn hefst með því, að samhæfing vöðvanna fer hrakandi. Því fylgir skjálfti í handleggjum og fótum og höfuðtin. Sumir sem eru slegnir þessum sjúk- dómi, komast í andlegt jafnvægisleysi og því fylgja æðisgengin hláturköst. Kurussjúkdóm- urinn er alltaf banvænn. Að áliti D. Garleton læknis og samstarfs- manna hans, sem rannsökuðu sjúkdóminn á 6. tug aldarinnar, er hann greinilega arfgeng- ur. Þeir tóku fram, að sjúkdómurinn kæmi aðeins fyrir í einum litlum ættstofni, seinna komust þeir að raun um, að þeir gátu komið af stað sláandi líkum sjúkdómi hjá simpöns- um, með því að sprauta þá með taugavefja- súpu úr kurussjúklingum. Þaðan drógu þeir þá ályktun, að sjúkdóm- urinn stafaði af veirum. Helzt álitu þeir, að hann breiddist út við ógeðslega trúarathöfn Fore-ættstofnsins, sem felst í þess konar mannáti, að fólkið tyggir og tætir sundur kjötið af ættingjum sínum og síðan makar það því um allan líkama sinn. Þetta á að tákna sorgarathöfn. Skyndilega tók að draga úr tíðni sjúkdóms- ins, eftir að Fore-ættkvíslirnar lögðu niður mannát. Alveg nýlega sýndu vísindamenn fram á, úr eyrunum. Flísar úr þeim geta stungist inn í hlustina og valdið ígerðum. Hafi eyrnarmergur myndað kökk, harðnað tipp og þornað, verður að fara til eyrnarlækn- is til að láta fjarlægja hann. FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMÁL Hávaði er skaðlegur eyrunum. Gætið þess að eyrun fái að njóta nauðsynlegrar hvíldar. Verði heyrnartaugin fyrir stanzlausri ertingu af hávaða, getur það orsakað heyrnarleysi og suðu fyrir eyrum. Bj. Bj. þýddi. 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.