Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 3

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 3
4MT1. Útgefandi: Krabbameinsfélag íslands, Suðurgötu 24, Reykjavík, sími 16947. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Bjarnason. Ritnefnd: Auðólfur Gunnarsson, Hrafn Tulinfus og Tryggvi Ásmundsson. Framkvæmdastjóri ritnefndar: Þorvarður örnólfsson. Aðstoð við útlit og vinnslu: Jónas Ragnarsson. Áskriftargjald árið 1976 er 300 kr. Fótósetning, offsetprentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. Myndun og litgreining: Korpus hf. úpplag: 5000 eintök. Forsfðumyndin er tekin f hinni nýju tölvudcild krabbameinsskrárinnar. Ljósm.: tmynd. 1.—2. tbl. 24. árg. — Október 1976. r Avarp ritstjóra Fréttabréf það sem hér birtist er hið fyrsta sem ut kemur eftir fráfal! Bjarna Bjarnasonar lœknis sem var ritstjóri þess í fullan áratug en það er langur tími í sögu tímarits sem hefur aðeins aldarfjórðung að baki. Margar greinar Bjarna, frumsamdar og þýddar, vöktu mikla athygli eins °g hinn stóri og tryggi lesendahópur ber einnig v°tt um. Óeigingjarnt starf hans að málefnum Fréttabréfsins verður seint fullþakkað. Stjórn Krabbameinsfélags íslands hefur ákveðið að gefa út Fréttabréf um heilbrigðismál áfram og í meginatriðum á svipuðum grundvelli og 'íðkast hefur frá upphafi, þ.e.a.s. að Fréttabréfið fjalli um heilbrigðismál almennt með upplýsingum fvrir almenning, en leggi að sjálfsögðu höfuð- aherslu á krabbamein og skylda sjúkdóma. d ð þessu sinni er Fréttabréfið fyrst og fremst helgað 25 ára afmœli Krabbameinsfélags íslands. í nœsta blaði er œtlunin að skýra nánar frá ráð- s,efnu þeirri sem haldin var i sambandi við 25 ára afmcelið um framtíðarskipulag geisla- og lyfja- meðferðar illkynjaðra cexla á íslandi. LANDSBGK AS7VFN -um beiibmóismót , 35144Í Fram að þessu hafa ritstjórar Fréttabréfs á hverjum tíma nœr eingöngu séð um efni blaðsins, ýmist frumsamið eða þýtt. Framvegis er ráðgerð brevting á fyrirkomulagi útgáfunnar hvað þetta snertir, þannig að auk ritstjóra taki menn úr rít- nefnd þátt í að sjá um efni í blaðið til skiptis. Ætti með því að fást meiri fjölbreytni i efnisvali. Einnig er œtlunin að leggja meiri áherslu á frumsamið efni en gert hefur verið um skeið. Fréttabréf um heilbrigðismál mun gjarnan birta aðsent efni eftir þvi sem við verður komið og mcelist hér með til þess að lesendur sendi hugleið- ingar sínar um efni blaðsins og þau mál sem Krabbameinsfélag íslands berst fyrir. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þvi hve seint þetta blað er á ferðinni. Því valda m. a., auk frá- falls fyrrverandi ritstjóra, þœr breytingar sem nú hafa verið gerðar á útgáfunni. Stefnt er að því að út komi tvö blöð á þessu ári, að óbreyttu árgjaldi, en þegar á nœsta ári má vœnta þess að blaðið komi út ársfjórðungslega svo sem verið hefur und- anfarin ár. Ólafur Bjarnason. ISLANDS

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.