Heilbrigðismál - 01.10.1976, Síða 25
ingaaðferðin og halda þær velli sem frummeð-
ferð við flest föst (solid) æxli. í mörgum tilfellum
er unnt að nema algerlega brott staðbundin æxli
og lækna þar með sjúklinginn. Jafnvel þótt slíkt
takist ekki á skurðaðgerð oft rétt á sér. Á síðari
árum hefur komið í ljós að brottnám sem mests
hluta af heildaræxlisbyrði líkamans (tumor
reductjve surgery) bætir árangur af lyfja- og
ónæmismeðferð. Því hefur staða skurðlækning-
anna síst hnigið þótt nýjar aðferðir hafi bæst við.
Geislalcekningar (radiotherapy) hafa gegnt
mikilvægu hlutverki við meðferð krabbameins
síðan snemma á þessari öld. Þá varð ljóst að vefir
líkamans voru næmir fyrir ioniserandi geislum
og sum illkynja mein allmiklu næmari en heil-
brigðir vefir. Voru því snemma miklar vonir
bundnar við þessa lækningaaðferð. Tæknifram-
farir hafa leitt af sér háorku geislunartæki sem
miða má með mikilli nákvæmi að æxlum þeim
sem lækna á. Slík tæki valda mun minni skemmd
á nærliggjandi, heilbrigðum vefjum en eldri
tæki.
Unnt er að lækna sum illkynja mein með
geislalækningum einum saman; hins vegar eru
þær háðar sömu takmörkum og skurðlækningar,
nefnilega að þær ná ekki til illkynja frumna sem
hafa dreift sér út fyrir frumæxlið og lifa því af
meðferðina.
Lyflœkningar (chemotherapy). Margir ill-
kynja sjúkdómar eru útbreiddir um líkamann
allt frá greiningu. Á þetta einkum við um beina-
mergssjúkdóma (hvítblæði, myeloma), sjúk-
Sigurður
Bjiirnsson.
■utív -heUbagóismói
dóma í sogæðakerfi og föst æxli með mein-
vörpum.
Á síðustu 30 árum hafa hundruð lyfja verið
reynd gegn þessum sjúkdómum og eru nú á
markaðnum allmargar tegundir lyfja sem skipa
fastan sess í meðferð krabbameina. Öllum er það
sameiginlegt að þau hindra skiptingu frumna
eða tortíma þeim á annan hátt. Því miður eru
engin lyf til sem ráða niðurlögum illkynja
frumna en láta í friði þær heilbrigðu. Hins vegar
eru þær fyrrnefndu oft næmari fyrir áhrifum
lyfjanna og seinni til að jafna sig en þær heil-
brigðu. Gerir það lyfin gagnleg þrátt fyrir marg-
víslegar aukaverkanir.
Margt er vitað um verkanir þessara lyfja sem
ekki verður rakið hér. Þar eð þau verka best á
frumur í skiptingu, svara æxli með stóran
vaxtarhluta og stuttan frumudeilitíma (hraðvax-
andi) venjulega best slíkri meðferð.
Bættur árangur hefur náðst með því að gefa
tvö lyf eða fleiri lyf saman, ýmist samtímis eða
hvert á eftir öðru, í lægri skömmtum en ef eitt lyf
er gefið. Er unnt að ná aukinni æxlissvörun með
slíkri samverkun á sama tíma og dregið er úr
einstökum aukaverkunum. Rétt er að leggja
áherslu á að engin lyf eru til sem ráðast að orsök
illkynja meina (samanber fúkalyf í sýklasjúk-
dómum). Þar til orsakir hinna margvíslegu
krabbameina verða uppgötvaðar er vart við því
að búast að slík lyf finnist.
Ónœmislœkningar (immunotherapy) eru yng-
sta vopnið í baráttunni gegn krabbameini.
Kenningin er sú að hafi ein illkynja fruma eða
fleiri náð að fjölga sér í líkamanum þá hafi
varnarkerfi líkamans brugðist. Eftir því sem
æxlisbyrðin eykst, því veikara verður varnar-
kerfið og þeim mun auðveldara er æxlinu að
stækka og dreifa sér. Með því að örva ónæmis-
kerfið er vonast til að því takist betur í baráttunni
við illkynjuðu frumurnar og nái að vinna bug á
þeim. Margar aðferðir til ónæmislækninga hafa
verið reyndar en allar eru enn á tilraunastigi.
Þeim er sameiginlegt að betri árangur næst ef
æxlisbyrðin er mjög lítil og því er þessari með-
ferð helst beitt eftir að stórtækari aðferðir hafa
minnkað æxlisbyrðina verulega.
25