Heilbrigðismál - 01.10.1976, Side 11

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Side 11
Ölafur Bjarnason núvcrandi formaður Krabbamcinsfélags íslands, Bjarni Bjarnason formaður félagsins 1966—1973 og Halldóra Thoroddsen framkvæmdastjóri félagsins. Ljósm.: siúdló Cuðmundar. og hefur frá upphafi verið styrkasta stoð sam- takanna. Samvinnan við félagsdeildirnar úti um hinar dreifðu byggðir landsins mætti vera nánari og vonandi tekst að bæta úr því á næstu árurn. Hins vegar hefur einnig hér verið um að ræða gagnkvæma samvinnu. Það er að sjálfsögðu mikill styrkur fyrir stjórn samtakanna að eiga vísan traustan stuðning félagsdeildanna svo sem verið hefur. Starfsemin hér í Reykjavík hefur einnig á ýmsan hátt orðið að liði félagsdeildun- um úti á landsbyggðinni eins og leitarstöðvar- starfið ber órækt vitni um. Að sjálfsögðu er framkvæmdastjóri félagsins HalldóraThorodd- sen og skrifstofan ávallt reiðubúin að veita þær upplýsingar og aðstoð sem unnt er að veita sé til þeirra leitað af félagsdeildum. Auk stuðnings félagsdeildanna sjálfra hefur Krabbameinsfélag íslands orðið aðnjótandi styrkja og stuðnings frá ýmsum aðilum utan Krabbameinsfélags íslands, bæði einstaklingum ^«#obwt -iwtv beilbirgðismók og félagssamtökum. Er ljúft að þakka þann mikilsverða stuðning nú. Má þar sérstaklega nefna Oddfellowregluna og Kiwanisklúbba sem m.a. hafa gefið rannsóknatæki til ýmissar starf- semi Krabbameinsfélagsins. Fjármál. Jafn yfirgripsmikil starfsemi og sú sem rekin er á vegum Krabbameinsfélags Islands, bæði í höfuðstöðvunum hér í Reykjavík og á vegum hinna ýmsu deilda úti um land, kostar að sjálf- sögðu verulega fjármuni. Krabbameinsfélag Is- lands er byggt upp sem samband hinna ýnisu félagsdeilda en deildirnar aftur myndaðar með frjálsum samtökum einstaklinga. Rekstrarfé félagsins hefur frá upphafi verið af ýmsum rót- um, svo sem gjafir, áheit, happdrættiságóði, nterkjasala og fleira. Ber að þakka það sérstak- lega hve almenningur í landinu hefur brugðist vel við með fjárframlögum til félagsstarfsins. 11

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.