Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 29
Þórarinn E. Sveinsson:
F ramtí ðarhorfur í
medferð fastra æxlna
Þórarinn E. Sveinsson er aðstoðarlœknir við lyfja- og geislalœkningadeild
krabbameinssjúklinga á Köbenhavns Amts Sygehus í Herlev í Danmörku. A
ráðstefnu sem haldin var í tengslum við aðalfund Krabbameinsfélagsins í
maí flutti Þórarinn framsöguerindi, en grein þá sem hér birtist skrifaði hann
fyrir Fréttabréfið.
Síðustu 2 áratugi hefur ríkt viss stöðnun hvað
varðar árangur af meðferð sjúklinga með föst
æxli. Einkum á þetta við hvað snertir meðferð
algengustu tegunda krabbameins, svo sem leg-
háls, brjósta og ristilkrabbameins, sem þrátt fyrir
skurðaðgerð með brottnámi æxlis og eða stað-
bundinni geislameðferð aðeins eru læknanleg í
35—50% tilfellanna.
Hver er orsök þess að batahorfur hafa ekki
batnað að mun á síðari árum þrátt fyrir veru-
legar framfarir í geislunartækni og skurðmeð-
ferð?
I. Mikro-meinvörp.
Allt bendir til þess að við frumgreiningu
sjúkdómsins hafi stór hluti sjúklinga svonefnd
mikro-meinvörp. Er þá um að ræða frumur frá
hinu upprunalega æxli er náð hafa að dreifa sér
til annarra líffæra og myndað þar nýja hnúta
(meinvörp) sem eru svo litlir fyrirferðar að
tiltækar rannsóknaraðferðir megna ekki að
afhjúpa þá. Með bættum rannsóknaraðferðum
t.d. með ísótópum (þ.e.a.s. efnum, sem senda frá
sér geislun), er hafa tilhneigingu til þess að
safnast fyrir í vissum líffærum, má bæta að mun
nákvæmni rannsókna varðandi útbreiðslu sjúk-
dómsins. Að sú er raunin hefur meðal annars
sýnt sig við notkun ísótópsins Technetium til
rannsóknar á beinvef líkamans. Er ísótóp-rann-
sókn þessi mun nákvæmari hvað varðar mein-
vörp til beina en hin klassiska röntgen-mynda-
taka. Þá eru og miklar vonir bundnar við frekari
framfarir innan ónæmisfræðinnar. Má ætla að á
komandi árum verði unnt að greina í blóðvökva
mótefni gegn krabbameinsfrumum og þannig
greina krabbamein og eða meinvörp þess á
frumstigi.
II. Dreifing krabbameinsfrumna við
skurðaðgerð.
Rannsóknir hafa sýnt fram á æxlisfrumur í
blóði sjúklinga við skurðaðgerð, þ.e.a.s. við
brottnám frumæxlis. Er því mikilsvert að skurð-
læknar leitist við að meðhöndla æxli með varúð
meðan á aðgerð stendur og eða rjúfa blóð-
rennslið til og frá æxlinu áður en það er fjarlægt,
Þórarinn E.
Sveinsson.
■Wttobtéi tim •heilbri§ðismói
29