Heilbrigðismál - 01.10.1976, Side 24

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Side 24
Sigurður Björnsson: Nokkur orð um meðferð illkynja sjúkdóma Sigurður Björnsson er aðstoðarlœknir við lyfjadeild krabbameinssjúklinga við Rosewell Park Memorial Institute í Buffalo í New York fylki í Banda- ríkjunum. Sigurður hefur skrifað grein pessa fyrir Fréttabréf um heil- brigðismál, en hann flutti framsöguerindi um sama efni á ráðstefnu Krabbameinsfélags íslands um krabbameinslœkningar. Á aldarfjórðungsafmæli Krabbameinsfélags íslands er ekki úr vegi að staldra við og reyna að gera sér grein fyrir hverjum breytingum meðferð illkynja meina hefur tekið á þessum tíma og ræða lítillega ný viðhorf gagnvart þessum flokki sjúkdóma. Skilgreiningar. Illkynja æxli er samsafn af frumum sem fyrir einhver áhrif hafa tekið stökkbreytingum er gera þeim kleift að fjölga sér án tillits til þarfa líkam- ans og lúta ekki lögum eðlilegs vefjavaxtar hvað varðar störf og endurnýjun. Síðan geta þessar frumur borist eftir ýmsum leiðum til annarra hluta líkamans og tekið til að fjölga sér þar: meinvörp. Slík dreifing getur átt sér stað á hvaða stigi sem frumæxlið er, jafnvel áður en unnt er að greina það. Þó eru meiri líkur til að æxli sé stað- bundið því minna sem það er. Mikilvægt er að hafa þessi atriði í huga þegar meðferð er skipu- lögð. Illkynja æxli eru viðamikill flokkur sjúkdóma og eru æxlin af mismunandi frumugerð og stað- setningu; sjúkdómseinkenni ólík og vaxtarhraði mismunandi. Tveir eiginleikar ákvarða vaxtar- hraðann: a. Deilitími (generation time) æxlisfrumn- anna, þ.e. sá tími, sem það tekur nýja frumu að undirbúa frumuskiptingu og skipta sér í tvær dótturfrumur. b. Vaxtarhluti (growth fraction) æxlisins, þ.e. sá hluti æxlisfrumnanna (%), sem er í skiptingu á hverjum tíma. Þeim mun styttri sem deilitíminn er og stærri vaxtarhlutinn, því hraðar vex æxlið og er því að öðru jöfnu illkynjaðra. Meðferð. Tvö meginmarkmið ráða meðferð illkynja sjúkdóma: a. Fullkomin lækning („curativ“ meðferð). b. Tímabundin bót („palliativ“ meðferð). Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta veitt öllum krabbameinssjúklingum fullkomna lækningu en slíkt er óraunhæft enn sem komið er. Kemur þar margt til, svo að sjúkdómurinn er of langt geng- inn þegar hann uppgötvast. Krabbamein valda venjulega engum einkennum á byrjunarstigi meðan þau væru flest læknanleg og mörg þeirra fyndust ekki þótt leitað væri. Með tilkomu bættrar greiningartækni, nýrra lækningaaðferða og ekki síst betri skilnings al- mennings á mikilvægi þess að leita læknis við fyrstu merki um hugsanlegan krabbameinsvöxt, er nú unnt að veita stærri hluta sjúklinga full- komna lækningu og gera meira til hjálpar þeim sem eiga minni von á fullum bata. Fjórar viðurkenndar lækningaaðferðir eru til- tækar við meðferð krabbameins. Skurölœkningar eru að sjálfsögðu elsta lækn- íféttobwt-um ■heiUtwgðismóI 24

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.