Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 16
og umboðsmanna þeirra til að draga virt al-
mannasamtök, t.d. innan íþróttahreyfingar-
innar, inn í auglýsingastarfsemi sína svo sem
með fyrirhuguðu skákmóti á vegum sígarettu-
framleiðanda. Aðalfundurinn fagnar á hinn
bóginn afstöðu Skáksambands íslands til móts
þessa og tekur undir áskorun þess til skákmanna
að virða mótið að vettugi.
Aðalfundurinn leggur áherslu á, að heröa þurfi
ákvœði laga um bann við tóbaksauglýsingum
þannig að þau taki til hvers konar tóbaksauglýs-
inga, beinna og óbeinna, og bendir á hina nýju
tóbakslöggjöf Norðmanna sem fyrirmynd í því
efni“.
Stjórn Krabbameinsfélags íslands.
Kosnir voru á fundinum tveir stjórnarmenn,
varastjórn og endurskoðendur. Stjórnin er nú
þannig skipuð: Formaður er Ólafur Bjarnason
prófessor, gjaldkeri Hjörtur Hjartarson forstjóri,
ritari Jónas Hallgrímsson yfirlæknir en með-
stjórnendur Vigdís Magnúsdóttir forstöðukona,
Helgi Elíasson fv. fræðslumálastjóri, dr. med
Friðrik Einarsson yfirlæknir, Erlendur Einars-
son forstjóri, Ólafur Örn Arnarson læknir og
Matthías Johannessen ritstjóri.
Hátíðafundur
vegna 25 ára afmælis
Krabbameinsfélags íslands
Að loknum aðalfundi hófst sameiginleg kaffi-
drykkja með fundarmönnum og gestum sem
boðið hafði verið til hátíðafundar. Þeim fundi
stýrði Erlendur Einarsson forstjóri. Fyrst rakti
formaður félagsins, Ólafur Bjarnason prófessor,
sögu félagsins frá upphafi og ræddi um fram-
tíðaráform þess. Síðar fluttu ávörp og árnaðar-
óskir heilbrigðismálaráðherra, Matthías Bjarna-
son, dr. med. Jón Sigurðsson fv. borgarlæknir og
Alfreð Gíslason læknir sem var í fyrstu stjórn
félagsins. Þá flutti formaður Læknafélags ís-
lands, Tómas Árni Jónasson læknir, eftirfarandi
kveðju:
„Lœknafélag íslands sendir Krabbameinsfélagi
íslands árnaðaróskir á aldarfjórðungsafmœli
félagsins. Jafnframt vill Lœknafélag íslands nota
þetta tœkifœri til að þakka ómetanlegt starf
Krabbameinsfélagsins í þágu íslenzkra heil-
brigðismála. Lœknafélag íslands telur að með
krabbameinsskráningu, frœðslustarfsemi og
rekstri leitarstöðva sé Krabbameinsfélagið til
fyrirmyndar um starf frjálsra félagasamtaka að
heilbrigðismálum. “
Að síðustu færði frú Alda Halldórsdóttir
hjúkrunarfræðingur félaginu að gjöf forkunn-
arfagran fundarhamar frá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur og bað félagið vel að njóta. „Orð
eru til alls fyrst“, sagði frú Alda, „og á stjórnar-
og umræðufundum, þar sem lögð eru drög að
áformum og framkvæmdum, kemur slíkur grip-
ur oft að gagni. Mikið starf bíður enn í sókn að
hinu göfuga markmiði Krabbameinsfélags ís-
lands. Megi félagið eflast og vaxa og störf þess
farsælast hér eftir sem hingað til, landi og lýð til
gagns og gæfu“.
Ráðstefna um
krabbameinslækningar
29. maí 1976
Ráðstefna urn krabbameinslækningar, sem
haldin var í tilefni af 25 ára afmæli Krabba-
meinsfélags fslands. hófst á laugardagsmorgun
29. maí í Domus Medica. Formaður félagsins
setti ráðstefnuna. Framsöguerindi fluttu lækn-
arnir Sigurður Björnsson og Þórarinn Sveinsson
um „Framtíðarskipulag ly fja- og geisla-
meðferðar illkynja æxla á íslandi". Félagið hafði
boðið þessum læknum sérstaklega heim til að
taka þátt í ráðstefnunni. Sigurði frá Ameríku og
Þórarni frá Danmörku. Flugleiðir h.f. gáfu hins
vegtir Krabbameinsfélaginu báða farmiðana.
Eftir hádegi hófust hringborðsumræður á
grundvelli framsöguerindanna. Þátttakendur
voru: Gauti Arnþórsson yfirlæknir, Guðmundur
Jóhannesson yfirlæknir, Hjalti Þórarinsson
prófessor, Kolbeinn Kristófersson prófessor,
Ólafur Örn Arnarson læknir, Sigmundur
Magnússon dósent, Sigurður Björnsson læknir
og Þórarinn Sveinsson læknir.
íféttobféí- lwtv -heilbMgðismól
16