Heilbrigðismál - 01.10.1976, Qupperneq 10
Þórdfs Jónsdóttir vinnur við símavörslu, afgreiðslu minn-
ingarkorta O. fl. Ljósm.: Slúdló Guótnundar.
Fyrsti árangurinn af þeirri samvinnu er
rannsókn sú á brjóstkrabbameini sem áður get-
ur. Hafa til þessa sérstaka rannsóknaverkefnis
verið veittir 25 þúsund $ á ári í þrjú ár, frá rann-
sóknastofnuninni í Lyon.
Frá heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, Nat-
ional Institute of Health, hefur félagið orðið að-
njótandi rannsóknastyrkja. í fyrsta lagi má nefna
styrk þann sem prófessor Níels Dungal og sam-
starfsmenn hans hlutu til rannsókna á krabba-
meinsvekjandi efnum í mat og dánartíðni
magakrabbameins hér á landi sem hann og pró-
fessor Júlíus Sigurjónsson birtu um merkar rit-
gerðir í erlendum fræðiritum.
Félagið hefur nú aftur hlotið ríflegan styrk frá
sömu stofnun sem eru 100 þúsund $ fyrir tveggja
ára tímabil. Að þessu sinni er ætlunin að verja
fénu til verkefna í tengslum við krabbameins-
skráninguna. Fyrir þetta styrktarfé hefur m.a.
verið keypt tölva til að auðvelda og flýta fyrir
úrvinnslu gagna. Þykir þessum erlendu aðilum
sá efniviður sem hér er fyrir hendi svo fýsilegur
til fróðleiks um þessi efni að þeir hafa veitt ríf-
legar fjárhæðir til sérrannsókna á þessu sviði.
Skrifstofan.
Frá upphafi hefir skrifstofa Krabbameins-
félags íslands verið tengiliður allrar starfsemi
félagsins. Hún hefir verið sú miðstöð, sem
félagsdeildirnar í Reykjavík og annarsstaðar á
landinu hafa getað leitað til hvenær sem var.
Starf skrifstofunnar, sem frá upphafi hefir verið
undir öruggri stjórn núverandi framkvæmda-
stjóra félagsins Halldóru Thoroddsen, hefir haft
ómetanlega þýðingu fyrir alla starfsemi
Krabbameinsfélags íslands. Ef til vill verður
síðar tækifæri til að rekja starfsemi skrifstof-
unnar nánar sem vert væri, og sérstaklega hinn
mikla þátt Halldóru í félagsstarfinu frá fyrstu tíð.
Samvinna við félagsdeildir.
Þeim sem þetta ritar er ljúft að þakka náið og
gott samstarf stjórnar Krabbameinsfélags
íslands við félagsdeildirnar víðs vegar um land.
Af eðlilegum ástæðum hefur þetta samstarf verið
nánast og mest við stærstu félagsdeildina
Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Það samstarf
hefur frá upphafi verið með ágætum og varla
verður sagt að þar hafi skugga á borið. Krabba-
meinsfélag Reykjavíkur var svo sem kunnugt er
kveikjan að stofnun Krabbameinsfélags íslands
Ásbjörg (varsdóttir og Kolbrún Gunnarsdóttir undirbúa út-
sendingu happdriettisniiöa. i.jósm.: siúdió Guómundar.
10
íféííobfóþ -um heMbágóismól-