Heilbrigðismál - 01.10.1976, Qupperneq 18
Starfsemi
Krabbameinsfélags íslands
árið 1975
Skýrsla stjórnarformanns og úrdráttur úr
skýrslum yfirlækna
Eins og fram kemur í frásögn af aðalfundi Krabbameinsfélags íslands, sem
haldinn var í maí sd. flutti formaður félagsins, prófessor Ólafur Bjarnason,
fundinum ítarlega skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Skýrslan fer
hér á eftir, lítillega stytt. Jafnframt er birtur úrdráttur úr skýrslum sem
yfirlœknar leitarstöðvar, frumurannsóknastofu og krabbameinsskrár
félagsins fluttu á fundinum.
Skýrsla
Ólafs Bjarnasonar formanns
Krabbameinsfélags fslands
1 lok síðastliðins árs áttum við á bak að sjá
einum ötulasta baráttumanni fyrir málefnum
krabbameinsfélaganna þar sem var Bjarni
Bjarnason læknir en hann andaðist í Land-
spítalanum á Þorláksmessu. Eins og öllum sem
hér eru staddir er kunnugt var Bjarni Bjarnason
kjörinn formaður Krabbameinsfélags Islands
við andlát fyrsta formanns félagsins, prófessors
Níelsar Dungal. Áður hafði Bjarni um áraraðir
verið formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur
og setið í stjóm Krabbameinsfélags Islands.
Bjami var endurkjörinn formaður félagsins hvað
eftir annað uns hann skoraðist eindregið undan
endurkosningu á aðalfundi félagsins hinn 26.
febrúar 1973. Bjarni var alla tíð sívakandi tals-
maður félagsins í ræðu og riti. Hann ritstýrði
málgagni félagsins, Fréttabréfi um heilbrigðis-
mál, um áraraðir og flutti þannig landsmönnum
mikinn fróðleik ekki aðeins um krabbamein
heldur um allskyns heilbrigðismál. Það varð ekki
langt á milli andláts þeirra hjóna, Bjarna og frú
Regínu Þórðardóttur en frú Regína hafði ávallt
stutt mann sinn í baráttumálum krabbameins-
félaganna með ráðum og dáð. Ég vil leyfa mér að
biðja alla viðstadda að votta minningu þeirra
hjóna virðingu sína með því að rísa úr sætum.
Á síðastliðnu starfsári hefir framkvæmda-
nefnd haldið 10 fundi en aðalstjórn komið sam-
an tvisvar sinnum. Ég mun hér á eftir geta í stuttu
máli helztu atriða úr starfsemi félagsins umliðið
starfsár.
1. Byggingamál.
Þess er helst að geta að húsnæði á efri hæð í
Suðurgötu 24 hefur verið lagfært og krabba-
meinsskránni búið þar rúmgott húsnæði fyrir
starfsemi sína.
Nokkur tilfærsla hefur orðið á starfsemi
félagsins í aðalhúsinu, m.a. hefur skrifstofa
framkvæmdastjóra verið flutt í annað herbergi.
Einnig hefur yfirlækni leitarstöðvar verið búin
betri aðstaða en áður. Loks hefur yfirlæknir
frumurannsókna fengið nokkuð bætta aðstöðu.
18
-kéttoteéí- -um heilbogðismól