Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 19
Viðbótarbygging sem minnst hefur verið á á síðustu aðalfundum virðist enn vera fjarlægur draumur. 2. Leitarstöð B. Leitarstöðin hefur verið rekin með svipuðu sniði og áður. Leit að krabbameini í brjósti hefur þó tekið meiri tíma en fyrr. Yfirlæknir leitar- stöðvarinnar mun gera grein fyrir starfseminni sérstaklega hér á eftir. 3. Krabbameinsskráning. Hrafn Tuliníus byrjaði í fullu starfi sem for- stöðumaður krabbameinsskrárinnar l.júlí 1975. Fyrir erlent styrktarfé hefur verið keypt tölva af svonefndri Vang gerð og er nú hægt með stuttum fyrirvara að fá útskriftir úr skránni. Ýmsir læknar hafa á s.l. ári í auknum mæli leitað aðstoðar og upplýsinga hjá krabbameinsskránni í sambandi við sérstök rannsóknarverkefni. Hrafn Tuliníus forstöðumaður krabbameins- skrárinnar mun gera nánari grein fyrir starf- seminni hér á eftir. 4. Nordisk Cancerunion. Þing Norræna krabbameinssambandsins var að þessu smni haldið í Kaupmannahöfn í september. Þingið hófst að venju með fundi for- manna krabbameinsfélaganna á Norðurlöndum °g ritara þeirra. Sátum við Halldóra Thor- oddsen þá fundi. í sambandi við þingið voru einnig að venju fundir formanna krabbameins- skráninganna á Norðurlöndum. Hrafn Tuliníus sat þá fundi fyrir okkar hönd og gaf að lokum skýrslu til formanna krabbameinsfélaganna um þennan fund. Eftir fundinn í Kaupmannahöfn var haldin ráðstefna fræðimanna á þessu sviði. Sú ráðstefna var haldin í ráðstefnubyggingunni Skandikon sem er gistihús með ráðstefnusölum og aðstöðu til fundahalda. Að þessu sinni voru flutt fjölmörg erindi um lyfjameðferð á krabba- meini og voru mörg markverð erindi flutt á fundi þessum. Margir fyrirlesaranna lögðu áherslu á hve mikilvægt það væri til árangurs í lyfja- meðferð að greina æxli á byrjunarstigi eins og áður hefur verið undirstrikað varðandi árangur af skurðaðgerðum og geislameðferð. 5. Fræðslustarfsemi. Eins og undanfarin ár hefur fræðslustarfsemi krabbameinsfélaganna að mestu leyti hvílt á herðum Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Jón Oddgeir Jónsson sem um árabil hefur starfað að þeim málum sem erindreki Krabbameinsfélags Reykjavíkur lét nú af því starfi fyrir aldurssakir. Er mér ljúft að flytja Jóni Oddgeiri alúðar þakkir krabbameinsfélaganna fyrir hans þýðingarmikla starf á þeirra vegum um áraraðir. í störf Jóns hefur verið ráðinn Þorvarður Örnólfsson lög- fræðingur sem framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reykjavíkur. Hann hefur byrjað sitt starf af miklum krafti og fyrst og fremst beitt sér í baráttunni við sígarettureykingar. Þorvarður hefur tekið upp nýja aðferð í áróðurstækni varðandi þetta mál. Hefur hann virkjað efstu bekki barnaskóla hér í borginni í þessari baráttu Hrafn Tulinius. Cunnlau^ur Gcirsson. Guðmundur Jóhannesson. -um heilbrigðiwnól 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.