Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 8
Þrfr starfsmenn frumurannsóknastofu skoða sýni. Ljósm.: Jcns Alcxandcrsson. F rumurannsóknir. Krabbameinsleit Leitarstöðvar B byggir að verulegu leyti á svonefndum frumurannsóknum. Eru þær í því fólgnar að strok frá leghálsi er skoðað í smásjá og má þá af útliti frumnanna greina hvort um krabbamein sé að ræða eða ekki. Fyrsti hérlendi sérfræðingur á þessu sviði, Ólafur Jensson læknir, var um árabil sérfræði- legur ráðunautur Leitarstöðvar B varðandi frumurannsóknir. Nú hefur ungur sérfræðingur á þessu sviði, Gunnlaugur Geirsson læknir, verið ráðinn forstöðumaður frumurannsóknadeildar Krabbameinsfélags Islands. Auk þess að hafa á hendi frumurannsóknir fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Suðurgötu annast rann- sóknastofan allar slíkar frumurannsóknir fyrir hinar ýmsu leitarstöðvar víðs vegar um landið. Ætlunin er að hér eftir verði í frumrann- sóknarstöðinni ekki aðeins starfræktar frumu- rannsóknir til leitar að krabbameini í leghálsi á byrjunarstigi, heldur verði tekin upp frumu- greining á illkynja æxlum í hinum ýmsu líf- færum líkamans. Verður með því bætt úr brýnni þörf sem fram til þessa hefur verið fyrir slíkar rannsóknir hér á landi. Fyrsti vísir að krabbameinsleit með frumu- rannsóknum hér á landi hófst með opnun Leitarstöðvar A í Heilsuverndarstöðinni. Sig- IfjMobtéi- 4MTV •h&iltaigdismól áður var og hefur það veruleg áhrif á árangur af meðferð og veldur lækkun á dánartíðni úr þess- um sjúkdómi. Þegar árið 1955 hófst undirbúningur Krabba- meinsfélags Reykjavíkur að stofnun leitarstöðv- ar á breiðum grundvelli og var Alfreð Gíslason læknir aðalhvatamaður þess máls. í mai 1957 var stöðin opnuð í húsnæði Húð- og kynsjúkdóma- deildarinnar í Heilsuverndarstöðinni og frá ár- inu 1964 í húsakynnum félagsins í Suðurgötu 22. Starfsemi leitarstöðvar A var hætt árið 1972, en við stöðina höfðu unnið ýmsir læknar og að- stoðarfólk þeirra að krabbameinsleit á breiðum grundvelli. Árið 1967 var sett á stofn leitarstöð C en hlutverk hennar var leit að krabbameini í melt- ingarfærum, sérstaklega í maga. Frumkvöðlar að stofnun leitarstöðvar C voru meltingarsérfræð- ingarnir Bjarni Bjarnason, þáverandi formaður Krabbameinsfélags íslands, Haukur Jónasson og Tómas Á. Jónasson. Þessi leit byggðist fyrst og fremst á notkun magaspeglunar- og mynda- tökutækja, sem nýlega voru komin á markaðinn. Maria Pétursdóttir heldur á gleri með frumusýni, tilbúnu til Skoðunar. Ljósm.: Jens Alcxandersson. 8

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.