Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 6
það til dauðadags. Níels Dungal var lífið og sálin í starfsemi félagsins meðan hans naut við og markaði í megin atriðum þá stefnu í félagsstarf- seminni sem leitast hefur verið við að fylgja síðan. Þegar prófessor Dungal féll frá var Bjarni Bjarnason læknir kjörinn formaður félagsins en hann hafði áður um árabil verið formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur sem er stærsta deildin innan Krabbameinsfélags íslands. Meðan Bjarni gegndi formannsstörfum vann hann m.a. ötullega að stofnun nýrra félagsdeilda úti um land og tókst að ná því marki sínu að stofna félagsdeildir hringinn í kringum landið og eru þær nú 24 samtals. F ræðslustarf semi. lýsa almenning um byrjunareinkenni krabba- meins, þar sem árangur af lækningatilraunum er að verulegu leyti undir því kominn að meinið sé greint á byrjunarstigum. Sem dæmi um þetta má nefna algengustu tegund krabbameins hjá kon- um, þ.e.a.s. krabbamein í brjósti. Hér er eitt þýðingarmesta atriðið að fræða konurnar um það og reyndar kenna þeim hvernig þær geti sjálfar fundið ef hnútur byrjar að vaxa í brjósti og bregða þá skjótt við til að fá úr því skorið hvers eðlis slíkur hnútur sé. Ekki er síður mikilvægt að fræða almenning um þær orsakir sem vitað er að geta valdið krabbameini. Þar er nærtækasta dæmið vindl- ingareykingarnar. Krabbameinsfélögin hafa frá upphafi barist gegn vindlingareykingum, m.a. með upplýsingastarfsemi í skólum landsins. Einn ötulasti starfsmaður Krabbameinsfélag- anna á þeim vettvangi hefur verið Jón Oddgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur um árabil en Jón lét af því starfi á s.l. ári. Um framlag Jóns sagði Bjarni Bjarnason læknir svo m.a. í Fréttabréfi um heilbrigðismál í október 1968: „Krabbameinsfélögin halda uppi stöðugri fræðslu innan barna- og unglingaskóla um skaðsemi reykinga, bæði með bæklingum, kvikmyndasýningum og fundum í samvinnu við skólastjóra og kennara, sem margir hafa sýnt lofsverðan áhuga. Þessi starfsemi hefur staðið árum saman undir forystu Jóns Oddgeirs Jóns- sonar, sem einnig ferðast víða um landið og annast fræðslufundi um krabbameinsvarnir al- mennt. Þannig leysir hann mikið og gott starf af hendi.“ Höfundur vill hér með flytja Jóni Odd- geiri Jónssyni sérstakar þakkir krabbameins- félaganna fyrir ötult starf í þeirra þágu um fjölda ára. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um nokkurra ára skeið aðallega haft með fræðslu- starfsemina á vegum krabbameinsfélaganna að gera. Við starfi Jóns Oddgeirs hjá Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur hefur nú tekið Þor- varður Örnólfsson lögfræðingur. Hann hefur þegar vakið mikla athygli fyrir nýja baráttu- aðferð gegn reykingum unglinga sem er í því fólgin að virkja nemendur í efstu bekkjum íféttobféi -uítv hetlbógðismól Fyrsti liðurinn í stefnuskrá Krabbameins- félags Islands varðar fræðslustarfsemi. Báðir fyrstu formenn félagsins voru mjög virkir á þessu sviði, bæði í ræðu og riti. Ritstýrðu þeir báðir um árabil Fréttabréfi um heilbrigðismál en auk þeirra var Baldur Johnsen læknir ritstjóri þess um skeið. Fréttabréfið hefur miðlað almenningi ýmsum fróðleik, bæði um krabbamein og annað er heilbrigðismál varðar. Þegar krabbameinsfélögin hófu starfsemi sína má segja að heitið krabbamein væri allt að því bannorð eða tabu, jafnvel meðal lækna. Fræðslu og upplýsingastarfsemi krabbameinsfélaganna hefur breytt þessu viðhorfi algjörlega. Það er flestum ljóst hve þýðingarmikið það er að upp- Níels Dungal. 6

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.