Heilbrigðismál - 01.10.1976, Side 31
ef gerlegt er, þar eð ekki er unnt að útiloka að
krabbameinsfrumur er komast inn í blóðrásina
geti myndað meinvörp og þannig útilokað
lækningu við sjálfa aðgerðina.
III. Staðbundin „recidiv“ eftir frummeðferð.
Með orðinu „recidiv“ er átt við nýjan æxlis-
vöxt á því svæði þar sem frumæxlið sat. Hefur
sýnt sig að hjá minnst 20% sjúklinga með ristil-
krabbamein myndast staðbundið „recidiv“ þrátt
fyrir brottnám alls sjáanlegs æxlisvefs við skurð-
aðgerð. Hvað varðar aðrar krabbameinsteg-
undir, svo sem lungnakrabbamein, er tíðni
„recidiva“ mun hærri.
Sýnir þetta að í þeim tilvikum þegar æxlið er
staðbundið, án meinvarpa, læknast verulegur
hluti sjúklinga ekki með skurðaðgerð einni
saman.
Amtssjúkrahúsið í Herlev í Danmörku þar sem Þórarinn E.
Sveinsson starfar.
IV. Hvernig má bæta árangur meðferðar?
Á síðari árum hefur notkun lyfja gegn
krabbameini aukist að mun. Allt fram á síðustu
ár hafa lyfin, hvað varðar föst æxli, nær ein-
göngu verið notuð til þess að draga úr einkenn-
um sjúklinga með „ólæknanlegt“ krabbam- i.
í byrjun voru lyfin gefin í smáum skömmium
vegna aukaverkana. Með aukinni reynr'u hefur
reynst unnt að auka skammt hvers einsta' . lyfs
og um leið gefa fleiri lyf samtímis með þolan-
legum aukaverkunum. Samtímis hefur árangur
meðferðarinnar batnað og í dag virðist unnt að
lækna einstaka sjaldgæfar krabbameinstegundir
með lyfjameðferð einni saman.
Þá hafa og dýratilraunir sýnt að lækning
krabbameins er möguleg ef lyfjameðferð er haf-
in meðan fjöldi æxlisfrumna er takmarkaður,
þ.e. áður en meinvörpin verða greinanleg. Hefur
þvi hér með opnast nýr möguleiki í meðferð
fastra æxla hjá sjúklingum með svonefnd
mikro-meinvörp. Hefur reynslan og sýnt að unnt
er, innan vissra takmarka, að segja til um hvort
meinvörp myndist, er tekið er tillit til sérhæf-
ingar æxlisfrumnanna svo og ástands þeirra eitla
sem liggja nálægt æxlinu.
Ætti því í náinni framtíð að verða unnt að
skipa sjúklingum með hinar ýmsu krabba-
amtv heílbwgóismól
meinstegundir í aðskilda hópa og siðan velja
meðferð eftir horfum hvers sjúklings.
Eru slíkar rannsóknir hafnar og þær niður-
stöður sem þegar liggja fyrir t.d. við brjósta-
krabbameini lofa góðu. Ljóst er þó að mikið er
enn óunnið einkum hvað varðar betri greiningu
sjúkdómsins og ekki hvað síst í leit að stöðugt
árangursríkari meðferð með geislum og lyfjum.
V. Framtíðarskipulag krabbameinsmeðferðar á
íslandi.
Enn eru skurðaðgerð og geislun hornsteinar
meðferðar á föstum æxlum.
Á Norðurlöndum svo og í vestur Evrópu ríkir
sú hefð að geislalæknar annast meðferð og eftir-
lit sjúklinganna að frátalinni skurðaðgerð. Á
síðari árum hefur starfssvið geislalækna breyst
að mun og er nú orðið að sérsviði, sem eingöngu
annast krabbameinsmeðferð, bæði hvað varðar
lyfjagjöf og geislun.
Er þjónusta þessi á hinum Norðurlöndunum
að mestu veitt við göngudeildir. Hefur reynslan
við Finsen stofnunina í Kaupmannahöfn sýnt að
innlögn sjúklinga er aðeins nauðsynleg í um það
bil 30% tilfellna meðan á meðferð stendur.
Á íslandi er grundvöllur fyrir einni deild, sem
með tækjaútbúnaði og þjálfuðum starfskröftum
31