Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 7
barnaskólanna í þessari baráttu. Vakti verð-
skuldaða athygli sjónvarpsþáttur um þessi mál
nú í vetur. Standa vonir til að þessi nýja bar-
áttuaðferð geti snúið við þeirri óheillaþróun í
reykingavenjum barna og unglinga í Reykjavík
sem fram hefur komið í hinni merku rannsókn
dr. Jóns Sigurðssonar fyrrverandi borgarlæknis
um þetta efni og nýlega er birt.
I þessu sambandi má minna á aðild Krabba-
meinsfélags íslands að samstarfsnefnd um reyk-
ingavarnir sem um skeið hefur beitt sér fyrir
upplýsingaherferð gegn reykingum i fjölmiðlum.
Ymsir frammámenn krabbameinsfélaganna
hafa á undanförnum árum flutt fræðandi fyrir-
lestra i Útvarpi um krabbamein og átt viðtöl í
Sjónvarpi. Einnig hefur félagið staðið fyrir út-
gáfu ýmiskonar fræðslubæklinga, m.a. um
krabbamein í leghálsi, krabbamein í brjósti,
reykingar og lungnakrabbamein o.s.frv. sem sjá
mátti á yfirlitssýningu þeirri sem sett var upp í
anddyri Domus Medica í sambandi við aðalfund
Krabbameinsfélags íslands 1976 og afmælis-
hátíð sem hvort tveggja fór þar fram.
Krabbameinsleit.
Ég gat þess áðan hversu þýðingarmikið það
væri til að ná góðum árangri af lækningu
krabbameins að finna meinið á byrjunarstigum
þess. I þeim tilgangi hafa verið reyndar ýmsar
aðferðir til að finna krabbamein hjá einkenna-
lausu fólki. Sú krabbameinsleit sem þekktust er
hér á landi og reyndar sú leitin sem beztan ár-
Jón Oddgeir
Jónsson.
ÞÓrhalla Gisladóttir litar frumusýni. Lj*sm.: Jens Alcxandersson.
angur hefur gefið er leit að leghálskrabbameini
hjá konum. Hin svonefnda Leitarstöð B
Krabbameinsfélags íslands, sem hefur verið
starfrækt um fjölda ára í húsi Krabbameins-
félagsins að Suðurgötu 22 er þekkt um allt land.
Alma Thorarensen læknir var fyrsti yfirlæknir
stöðvarinnar og veitti henni forstöðu um árabil.
Guðmundur Jóhannesson læknir, sérfræðingur
í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, tók við því
starfi árið 1972. Svipaðar leitarstöðvar hafa verið
stofnaðar víðs vegar úti um land og standa þær í
nánum tengslum við aðal-leitarstöðina hér í
Reykjavík. Á aðalfundi félagsins í ár gerði Guð-
mundur grein fyrir starfseminni og kom þar
fram að mikil breyting hefur orðið á því á hvaða
stigi leghálskrabbamein er greint hér á landi eftir
að leitarstöðvarnar höfðu starfað um nokkurt
skeið. Þær konur eru mun fleiri nú sem greindar
eru með sjúkdóminn á byrjunarstigum hans en
^éttobféþ -unv heUbwgðismól
7