Heilbrigðismál - 01.10.1976, Qupperneq 17
Ritarar ráðstefnunnar voru læknanir Auð-
ólfur Gunnarsson og Tryggvi Ásmundsson. Ekki
voru gerðar neinar ályktanir að öðru leyti en því
að ákveðið var að stjórn Krabbameinsfélags Is-
lands tilnefndi menn í nefnd til að gera tillögur
um framtíðarskipan þessara mála.
Ráðstefnan vakti mikla athygli meðal lækna
og áhugafólks um þessi mál sem sjá má m.a. af
því að milli 80—90 manns mættu þarna til að
fylgjast með umræðum á góðviðrislaugardegi,
bæði fyrir og eftir hádegi.
Annar vinningurinn í vorhappdrættinu afhentur
Dregið var í vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins 17. júní s.l. — Annar vinningurinn, Plymouth-Duster fólksbif-
reið, kom á miða nr. 109884. Eigendur miðans reyndust vcra Arngrímur Martcinsson bifvélavirki, Háaleitisbraut
103, og fjiilskylda hans. Arngrimur og kona lians, lngibjörg Sveinsdóttir, hafa verið tryggir stuðningsnienn
Krabbamcinsfélagsins frá fyrstu tíð. Myndin hér að ofan var tekin þegar þau höfðu tekið við bifreiðinni, en á
myndinni eru þau hjónin ásamt þremur af fimm hörnum þeirra, Kára 16 ára, Köru 11 ára og Auðbjörgu 5 ára.
Einnig er á myndinni frænka lngibjargar, Sigrún Jónsdóttir, en á myndina vantar Reyni 15 ára og Svein 7 ára,
sem báðir voru í sveit hjá frændfólki sínu þcgar ntyndin var tekin. — Hinn vinningurinn í vorhappdrætti
Krabhameinsfélagsins kom á miða nr. 18714. Miðinn var seldur í lausasölu en cigandinn liefur ekki enn gefið sig
fram. Þetta er hjólhýsi af Barona-gerð, að verðmæti um 2 milljónir króna. i.jósm.: (iufijón F.inarsson.
om heiíbwgéismól
17