Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 23
Athyglisverð áskorun Læknafélags tslands Á aðalfundi Lœknafélags íslands í september 1975 var samþykkt áskorun sem vert er að vekja athygli á. Áskoruninni var komið á framfœri með bréfi því sem hér er birt. „Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna birti á síðasta ári álit sérfræðinganefndar um skaðsemi tóbaksreykinga. Þar er vísað til margra rannsókna er sýna að reykingar eru mikilvægur orsakaþáttur lungnakrabba, lang- vinnra lungnasjúkdóma, kransæðasjúkdóma og æðaþrengsla, auk þess sem tóbaksreykingar hafa ýmis heilsuspillandi áhrif. Rétt þykir að benda á ráðleggingar nefndar- innar til heilbrigðisstétta sem „ættu að gera sér ljóst mikilvægi þess að vinna gegn reykingum meðal annars með því að reykja ekki“. Á síðasta aðalfundi Læknafélags íslands var samþykkt tillaga frá Bjarna Bjarnasyni lækni sem nú er nýlátinn, en Bjarni var ötull baráttu- maður gegn reykingum og einn af forystu- mönnum Krabbameinsfélagsins frá stofnun þess. í tillögunni er skorað á ýmsa aðila sem geta haft áhrif með fordæmi sínu að íhuga ábyrgð sína hvað reykingar varðar. Stjórn L.f. vill með bréfi þessu koma þessari áskorun á framfæri. Tillagan hljóðar svo: „Vegna hins geigvænlega heilsutjóns, sem tóbaksreykingar valda, skorar aðalfundur Læknafélags íslands á: — lækna að reykja ekki, — stjórnir og starfsmannaráð sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana að reyna að draga úr reykingum starfsfólks á vinnustað, — kennara að reykja ekki í skólum eða á um- ráðasvæði þeirra, — foreldra að íhuga ábyrgðina gagnvart börn- um sínum og vernda þau gegn reykingahættunni með því að reykja ekki sjálf, — stjórnendur og starfsfólk sjónvarps að hlutast til um að þeir sem þar koma fram reyki ekki meðan á útsendingu stendur." Stjórn Lœknafélags Íslands. fréttobtéf- titTv ■heifbúgóismóf 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.