Heilbrigðismál - 01.03.1981, Page 6

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Page 6
hömlun, geðfötlun, hugfötlun, fjölfötlun, jafnvel orðin örorka og öryrki. í erlendum málum er svip- uð ringulreið sem óþarft er að rekja, en bent skal á að enska orðið ..handicap" hefur borist inn í mörg tungumál, þó ekki íslensku sem betur fer, og sýnt að menn leggja misjafnan skilning í það orð frá einu tungumáli til annars og einu landi til annars. HYFJABÚÐ H3REIÐHOLTS Arnarbakka 4-6 Reykjavik Sími 73390 Síðla árs 1980 gaf Alþjóða heil- brigðisstofnunin út bók með leið- beiningum um þessi málefni: ..International Classification of Impairments, Disabilities and Handicaps". Með útgáfu bókar- innar er boðuð tilraun til að sam- rtema skráningar og flokkun af- leiðinga sjúkdóma og slysa sem hefur öllum verið skipað í flokka. Finnast þar flokkunarnúmer fyrir allar tegundir meina, fötlunar og örorku. í allmörg ár hefur sams konar flokkun og skráning verið viðhöfð uni sjúkdóma og slys. I stuttu máli eru forsendur skráningar og flokkunar um sjúk- dóma og slys þessar: Starfsmenn í hcilbrigðisþjónustu hafa til lang- frama vanist að einskorða hug sinn við ferlið „orsök — sjúkdómur — einkenni — lækning". Svo eðlilegt sem það ferli er þá er það enda- sleppt þegar lækning ekki tekst, bót ekki fæst. Tillaga Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar um framhald ferlisins er eftirfarandi: Gód keilsa ep gæfa fevers iaaRies 1. Fötlun (impairment) sem er fólgin í niissi eða starfsemisröskun líffæris, líffærishluta eða líkams- hluta eða í röskun sálarlífs. 2. Skerðing (disability) sem er fólgin í hvers konar minnkun eða sviptingu á færni (vegna fötlunar) til að fást við viðfangsefni á þann veg og innan þeirra marka sem mönnum er eiginlegt og ætlandi. 3. Örorka (handicap) sem er fólgin í annmörkum sem mönnurn eru búnir vegna fötlunar eða skerðing- ar og draga úr eða koma í veg fyrir að þeir fái rækt hlutverk sem þeim eru ætluð (í samræmi við aldur, kyn, samfélagsvenjur og menning- arháttu). I’etta ferli má skýra með dæm- um: Maður veikist af lungnabólgu sem í ljós keniur að orsakast af lil- teknum bakteríum. Ferlið er þá að vitað er um orsök, sjúkdóm og ein- kenni, og meðferð er veitt í sam- ræmi við það, einkenni dvína og sjúkdómurinn batnar, eftirköst engin, varanleg fötlun engin. Annar veikist hastarlega með verk i brjósti og greind er krans- æðastífla. E. t. v. er vitað um með- virkandi orsakaþætti, e. t. v. ekki, og það koma fram ýmisleg ein- kenni, en með réttri og nægjanlegri meðferð dvína þau og maðurinn kemst til heilsu. Þó býr hann að lík- indum við varanlega fötlun, fólgna í röskun á flæði blóðs til ákveðins geira hjartavöðvans. Vera má að það valdi honum engri færnis- skerðingu, en vera má einnig að áreynsluþol verði eftirleiðis minna sem kann að verða honum fötlun til frambúðar að þvi leyti að hann getur ekki tekist á við viðfangsefni á þann veg sem honum var eigin- legt áður. Á hinn bóginn er ekki líklegt að þetta ástand leiði til ör- orku þar eð hann getur haldið áfram vinnu sinni og rækt aðrar skyldur þrátt fyrir minnkað áreynsluþol. Enn annar maður veikist með máttleysi í annarri hlið líkamans. Einkenni vaxa og hann fær helft- arlömun. Oftast er vitað um ein- 6 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.