Heilbrigðismál - 01.03.1981, Qupperneq 13

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Qupperneq 13
Nóbels- verðlauna- hafarnir George Davis Snell fæddist 1903 í Massachusetts í Banda- ríkjunum. Hann lauk BS-prófi í dýrafræði frá Dartmouth 1926, fór þá í Harward háskóla og lauk MS-prófi 1928 og Sc. D. 1930. Hlaut síðar heiðursgráður víða. Kenndi við ýmsa háskóla frá 1929, en varð dósent við Washington háskóla í St. Louis 1933—1934. Árið 1935 réðist hann sem rannsóknamaður til Jackson Laboratory at Bar Har- bour í Main-ríki. Þar starfaði hann og hækkaði í stöðu og stjórnaði rannsóknum, varð emeritus 1969. Hann hlaut ýmsa styrki til rannsókna, en þar ber hæst NIH-styrk 1950—1973 til að rannsaka erfðir og ónæmi vefjaflutninga. Snell er meðlim- ur ótal margra vísindafélaga heima og erlendis. Sömuleiðis hefur hann hlotið fjölda heið- ursverðlauna. Jean Dausset er Frakki, fæddur 1916. Hann hlaut lækn- ismenntun sína í París. Árið 1959 varð hann fyrirlesari (dós- ent) í blóðmeinafræði, síðar prófessor í ónæmis-blóðmeina- fræði við læknadeild Lariboi- seére í Saint-Louis árið 1968, og prófessor við Collége de France árið 1978. Á árunum 1962— 1968 varð hann aðstoðarfor- stöðumaður rannsóknarstofn- unar í hvítblæði og blóðsjúk- dómurn undir stjórn Jean Bernard. Jean Dausset er stofn- andi og formaður franska vefja- flutningafélagsins, auk þess er hann meðlimur vísindaaka- demíunnar og læknisfræðiaka- demíunnar ásamt fjölda vís- indafélaga franskra og útlendra. Fjölda heiðursmerkja hefur hann hlotið fyrir vísindastörf. Baruj Benacerraf fæddist 1920 í Caracas í Venesuela. Hann flutti til Bandaríkjanna 1939 og varð ríkisborgari þar 1943. Hann lagði stund á lækn- isfræði og lauk prófi í þeirri grein 1945. Hann hóf störf við sýklafræðideild Columbia læknaskólans 1948 og var þar til 1950, en flutti til Frakkalnds 1950 og starfaði þar við gerla- og ónæmisrannsóknir til ársins 1956. Hélt aftur til starfa í Bandaríkjunum og varð aðstoð- arprófessor við læknaskóla New York frá 1956—1960 í meina- fræði, en síðan starfaði hann við Heilbrigðisstofnun Bandaríkj- anna (National Institute of Health) sem prófessor í ónæm- isfræði. Hann var jafnframt prófessor í samanburðarmeina- fræði við Harward háskóla frá 1970 og einn af sérfræðilegum ráðgjöfum Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í ónæm- isfræði. Hann hefur unt ára- bil verið einn af ritstjórum tímaritsins Immunogenetics (Ónæmiserfðafræðin) ásamt fleiri þekktum vísindamönnum, en aðalritstjóri þess rits er George D. Snell. Nafn Jean Dausset er meðal margra ann- arra þekktra ónæmisfræðinga í ritnefndinni. A.Á.&Ö.J. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 13

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.03.1981)
https://timarit.is/issue/324084

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.03.1981)

Iliuutsit: