Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 5
Leit að brjóstakrabbameini til umræðu á Alþingi:
Brýnt að gera áætlun um forgangsverkefni
Um miðjan október, þegar fjöl-
miðlar voru lamaðir af verkföllum,
fóru frani athyglisverðar umræður á
Alþingi um leit að brjóstakrabba-
meini, forvarnir almennt og for-
gangsröðun verkefna á sviði heil-
brigðismála.
Tilefnið var þingsályktunartillaga
þriggja þingmanna Kvennalistans
þess efnis að Alþingi skori á heil-
brigðisráðherra „að tryggja það að
komið verði á kerfisbundinni leit að
brjóstakrabbameini hjá konum með
brjóstamyndatöku (mammografi).
Lagt er til að þessi hópskoðun verði
hafin eins fljótt og unnt er.“
Guðrún Agnarsdóttir, alþingis-
maður mælti fyrir tillögunni og rifj-
aði upp ýmsar tölulegar staðreyndir
um brjóstakrabbamein. Einnig gat
hún um alþjóðlega ráðstefnu sem
haldin var hér á landi í vor, en nið-
urstaða hennar var sú að með skipu-
legum myndatökum af brjóstum
mætti búast við verulegri lækkun á
dánartíðni af völdum þessa sjúk-
dóms. Með því að greina snemma
slík mein er unnt að bjóða konunum
vægari og árangursríkari meðferð.
Þingmaðurinn taldi eðlilegt og sjálf-
sagt að reka þessa leitarstarfsemi í
tengslum við þá leit að legháls-
krabbameini sem þegar fer fram á
vegum Krabbameinsfélagsins.
„Heilsuvernd nútímans og framtíð-
arinnar stefnir sífellt meira frá því að
vera dýr viðgerðarþjónusta í þá átt
að koma í veg fyrir sjúkdóma með
fræðslu og fyrirbyggandi aðgerðum
eða að öðrum kosti að greina þá og
meðhöndla á byrjunarstigi", sagði
Guðrún. Loks benti hún á það sjón-
armið íslensks læknis (karlmanns)
að ef það væru karlmenn sem hefðu
svo banvænan sjúkdóm sem brjósta-
krabbamein og vitað væri um rann-
sóknaraðferð sem gæti aukið lífslík-
ur og líðan sjúklinganna þá væri fyrir
löngu búið að hefja slíka starfsemi.
Matthías Bjarnason, heilbrigðis-
ráðherra, sagðist skilja áhuga flutn-
ingsmanna þessarar þingsályktunar-
tillögu, en það væri í mörg horn að
líta. „Við verðum að velja og hafna,
gæta þess að nýta það fjármagn sem
fyrir hendi er eins og best verður á
kosið.“ Hann sagði að áætlað hefði
verið að kostnaður við að mynda
brjóst 15 þúsund kvenna á ári væri
um 12 milljónir króna. Ráðherrann
sagðist telja að þegar komin væri
viðunandi aðstaða til hjarta-
rannsókna yrðu hjartaskurðlækn-
ingar næsta skrefið. Samhliða því
sagðist hann leggja mikla áherslu á
að hefja á næsta ári framkvæmdir
við svonefnda K-byggingu á lóð
Landspítalans, þannig að hægt væri
að taka hana í notkun innan fjögurra
ára. Stuðla yrði að bættri meðferð
fyrir krabbameinssjúklinga. Matthí-
as sagðist hafa áhuga á aukinni leit
að brjóstakrabbameini og sennilega
væri svo um alla flokka. Hins vegar
yrði „slíkt vart framkvæmanlegt nú
með opinberri fjármögnun hér
heima einni saman.“
Svavar Gestsson, fyrrverandi heil-
brigðisráðherra, sagði að þó að
skipuleg leit að brjóstakrabbameini
næði hvergi til heillar þjóðar, enn
sem komið er, ættu íslendingar að
nýta sér kosti fámennisins og hefja
slíkar rannsóknir, jafnvel með fjár-
hagslegri aðstoð Alþjóða heilbrigð-
isstofnunarinnar. Ef þetta dæmi væri
reiknað til enda kæmust menn að
þeirri niðurstöðu að ekki væri ein-
göngu um kostnaðarauka að ræða,
heldur líka sparnað varðandi
heilbrigðisþjónustuna á síðari og
dýrari stigum. Svavar sagðist telja
eðlilegt að ár hvert færu fram á Al-
þingi umræður um stefnumótun í
heilbrigðismálum og gerð áætlun um
forgangsverkefni til nokkurra ára.
Undir þetta tóku aðrir þingmenn.
„Eg held að við eigum að slá skjald-
borg um heilsugæsluna og heilsu-
verndina“, sagði Svavar.
Guðrún Helgadóttir, alþingismað-
ur, sagðist vilja taka undir þings-
ályktunartillöguna um leit að
brjóstakrabbameini. Slík þjónusta
krefðist ekki mikilla fjármuna en af
henni mætti vænta mikils árangurs.
Hún sagðist vera hlynnt fyrir-
byggjandi aðgerðum, „þær held ég
að séu tvímælalaus sparnaður, á því
erenginn vafi“.
HEILBRIGÐISMAL 3/1984 5