Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 7

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 7
svara 9,8% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Frá 1950 til 1982 rúmlega tvöfald- aðist þjóðarframleiðsla á mann (vísi- tala fór úr 100 í 233) og sama á við um einkaneysluna (úr 100 í 259), en heildarútgjöld til heilbrigðismála meira en sexfölduðust, miðað við fast verðlag (úr 100 í 661). Útgjöld til heilbrigðismála hafa hækkað að raungildi nær öll þessi ár (nema 1951, 1963 og 1973 er þau stóðu nánast í stað). Heildarútgjöld til heilbrigðismála voru 3,1% af vergri þjóðarframleiðslu árið 1950 en voru komin upp í 9,1% árið 1982. Sjö sinnum á þessu tímabili hefur hlutfallið lækkað, sem í fæstum til- fellum stafar af raunverulegum sam- drætti í heilbrigðisútgjöldum heldur af vexti þjóðarframleiðslunnar. Á sama hátt leiðir minnkandi þjóðar- framleiðsla en óbreytt heilbrigðisút- gjöld til hækkunar á hlutfallstölu- num. Skipting útgjalda til heilbrigðis- mála árið 1982 sýnir að megin- hlutinn kemur frá ríki og sveitarfé- lögum. Einstaklingar greiða beint rúm sjö prósent, en þegar allt kemur Hlutur rikisins í heildarútgjöldum til heilbrigöismála er 81,3%, hlutur sveitarfélaga 11,3% og einstakl- inga 7,4%. til alls greiða þeir auðvitað flestar þessara króna með einum eða öðr- um hætti. Ekki liggur fyrir hvernig útgjöld- um til heilbrigðismála var háttað frá 1930 til 1950. Samanburður á dán- artíðninni og heilbrigðisútgjöldun- um eftir það bendir ekki til þess að útgjaldaaukingin hafi leitt til veru- legrar lækkunar á dánartíðni fyrr en þá á síðari hluta áttunda áratugarins, hugsanlega vegna aukinnar áherslu á forvarnir. Hins vegar verður seint lagður mælikvarði á aðbúnað hinna sjúku og líðan þeirra, en á því sviði hafa orðið miklar framfarir síðustu ára- tugi. Þess má geta að árið 1951 voru 10,9 sjúkrarúm á hverja þúsund íbúa hér á landi en 16,5 árið 1979. Svipað ástand er nú í Noregi (16,6), Finn- landi (15,6) og Svíþjóð (14,8), en mun færri rúm á þúsurtd íbúa í Dan- mörku (8,3) og Englandi (8,3). Heimildir: Stuöst viö dánartölur frá Hagstofunni (Guöna Baldurssyni) og þær aldursstaðlaðar (skv. grcin Hrafns Tulinius- ar og Hclga Sigvaldasonar í Læknablaðinu, 3. tbl. 1978). Einnig cr stuöst við upplýsing- ar frá Þjóðhagsstofnun (Eyjólfi Svcrrissyni). Grein þessi er eftir Ólaf Ólafsson landlækni og Jónas Ragnarsson rit- stjóra. Þeir hafa áður skrifað í þetta tímarit um tölfræði lífs og dauða (4. tbl. 1982, 2. tbl. 1983, 3. tbl. 1983 og 1. tbl. 1984). Útgjöld til heilbrigðismála Vísitala útgjalda á íbúa, miðað við fast verðlag 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 HEILBRIGÐISMAL 3/1984 7

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.