Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 10
Spumingar og svör
1. Hve mörg bein eru í mannslíkamanum?
2. Hver er fyrsti læknirinn sem sögur fara af hér á
landi?
3. Hver er stærsti kirtill líkamans?
4. Hve margar eru barnstennurnar?
5. Hvað geta bandormar orðið lengstir í manninum?
6. Hvað þýðir sænska orðið “svindel"?
7. Hvað slær hjartað hratt í nýfæddu barni?
8. Hvaða sótt nefndist áður fyrr “mislitasótt"?
1. Rúm 200. 2. Hrafn Sveinbjarnarson (1170-1213). 3. Lifrin. 4. Tuttugu.
5. Um sjö metrar. 6. Svimi. 7. Um 120-130 sinnum á mínútu. 8.
Mislingar.
Hcilbrígt líf, 1945.
Hreinskilni og heilbrigöisfræösla
Samvaxnir
tvíburar
Á Kérhóli í Eyjafirði
fæddust um sumarmálaleyti
árið 1745 tvíburar, grónir
saman á bringunum og líf-
inu, vóru skírðir Guðrúnar,
og lifðu fram á sumar.
Úr ævisögu Bjarna Pálssonar
cftir Svcin Pálsson.
Gegn hjátrú
Oftar en einu sinni hefi
ég haldið því fram við stétt-
arbræður mína að nauðsyn
bæri til að læknar leiðbeini
almenningi meira en gert
er, reyni að uppræta ýmsa
hjátrú sem vafalaust má
telja ranga. En oftast hefi
ég fengið daufar undirtekt-
ir. Tvennt er borið fyrir. í
fyrsta lagi verði slíkri hjátrú
ekki mótmælt, fólkið geti
ekki skilið þessi efni til
hlítar, og í öðru lagi sé lang-
best að það haldi sinni trú,
því að á þann hátt sé það
sælla og ánægðara en ella.
Gudmundur Hanncsson,
Skírnir 1913.
Viðhorf til
áfengissýki
Fæstum dettur í hug að
kalla einfalda ölvun sjúk-
dóm, þó að hún raunveru-
lega sé skammæ geðbilun.
Ástandið er að vísu talið
vansæmandi, en ekki sjúk-
legt.
Ofdrykkjan er algjörlega
sjúklegt fyrirbrigði. Hún er
alvarlegur sjúkdómur, að
ýmsu hliðstæð geðveiki, erf-
ið meðferðar og því lang-
vinn.
Úr grcin cftir Alfrcd Gíslason,
Hcilbrigt líf, 1945.
Dánartíðni bama
Árin 1841-50 dóu 34,3%
barna á fyrsta ári. Hæst var
þetta hlutfall árið 1846 eða
65,4%, en þá gekk mann-
skæður mislingafaraldur.
Byggt á grcin Júlíusar Sigurjóns-
sonur í Hcilbrigdu lífi, 1946.
Lækningabók
bartskera
Séra Kristján Villadsson í
Bjarnarhöfn, sem er jó-
skrar ættar, einn hinn fær-
asti bartskeri hér á landi,
hefur samið lækningabók á
íslensku. Hann telur að
lækningagrös séu best hér-
lendis í Búðahrauni, Otra-
dal, Mókollsdal og Drang-
ey, og meðal hinna mestu
dyggðajurta nefnir hann
hvannir, elftingu og vall-
humal.
Hann lýsir nokkuð lík-
ama mannsins og eðli hans.
Segir hann æðar líkamans
345, bein 218, en þó fleiri í
sumum mönnum, og tennur
28, þótt 32 hafi fundist.
Sóttir telur hann margar,
og eru augnsóttir til dæmis
32, varamein 7, garna- og
þarmasóttir 21, móðurkvið-
armein 25, magasóttir 27,
beinasóttir 8 og fingramein
9, svo að nokkuð sé nefnt.
Öldin scxtándn. 1593.
Úr íslandsferð 1862.
Nokkuð hetur verið um
það rætt hvort ekki væri
varhugavert að vera að lýsa
sjúkdómum og sótt-
kveikjum fyrir almenningi.
Mundi það vera til annars
en gera menn ímyndunar-
veika og síhugsandi um
krankleika og kvöl? Það
kann að vera eitthvað hæft í
Þraukað lengi
Fullorðnir sæmilega hraust-
ir menn geta að jafnaði ver-
ið matarlausir í 40 daga, ef
þeint er séð fyrir vatni að
drekka. Lengst hafa skip-
brotsmenn á sjó lifað 11
daga þegar þeir voru vatns-
lausir.
Hcilbrigt líf. 1945.
þessu. En í heild sinni verð-
ur að álykta að vanþekking-
in geri menn oftast óþar-
flega kvíðna. Hreinskilni og
aukin þekking hressir hug-
ann. Um aldamótin síðustu
var pískrað og hvíslast á
um, að einhver væri brjóst-
veikur. Nú á tímum hefur
hin vaxandi þekking um
eðli og háttsemi berkla-
veikinnar orðið til þess að
menn ræða sjúkdóminn í
fullri einlægni. Berklaveikir
menn gera sér Ijósar horfur
um bata eða vanheilsu, og
launung milli lækna og
sjúklinga kemur hér ekki til
greina. Það er mesta furða
hve sjúklingar taka hrein-
skilni með mikilli stillingu,
þó að um hættulega sjúk-
dóma sé að ræða.
Úr grcin cftir dr. Gunnlaug
Clucsscn. Hcilbrigt líf, 1.-2.
tbl. 1946.
Fer heimurinn
versnandi?
Siðferði er eigi sem lofs-
verðast. Allur hluti karl-
manna er meir og ntinna
drykkfelldur. Lausung virð-
ist fara í vöxt. Ósamlyndi
og skilnaður hjóna á sér
einatt stað.
Úr sóknurlýsingu Höskuldsstuda-
sóknur í Húnavatnssýslu, 1873.
10 HEILBRIGÐISMÁL 3/1984