Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 12

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 12
Úr Heilbrigðisskýrslum fyrir hálfri öld: Höfum við gengið til góðs? Enginn dregur í efa að heilbrigðis- ástandið hér á landi sé nií allt annað og betra en það var fyrir hálfri öld. Um það vitnar mun lægri dánartíðni en áður og m.a. þar af leiðandi nær tuttugu árum lengri meðalævi. Hins vegar virðist okkur lítið hafa miðað á sumum sviðum. Til fróðleiks og gamans verður hér gripið niður í Heilbrigðisskýrslur ársins 1934 og birtir stuttir kaflar úr umsögnum héraðslækna, en þeir voru þá 49 tals- ins. Landlæknir var Vilmundur Jóns- son. íbúafjöldi landsins var um 114 þúsund manns. -jr. Heilbrigðisstarfsmenn. — Starf- andi læknar voru 126 á öllu landinu, 13 lyfsalar, 11 tannlæknar, 11 nudd- arar, 235 ljósmæður, 6 Iærðir og 5 ólærðir dýralæknar, 5 heilbrigðis- fulltrúar, 190 hundahreinsunar- menn, 90 lærðar hjúkrunarkonur og 7 manns höfðu takmarkað lækninga- leyfi eða voru smáskammtalæknar. Heilbrigðisstofnanir o.fl. — Sjúkrahús og sjúkraskýli töldust á þessu ári 37 alls. Rúmafjöldi sjúkra- húsanna var 1034 og komu þá 9 rúm á hverja 1000 íbúa. Lögskráð sjúkra- samlög voru tíu og meðlimatalan 4,2% af íbúatölu landsins. Manndauði. — A öllu landinu lét- ust 1180 manns. Algengustu dánar- orsakir voru ellihrumleiki (14%), berklaveiki (14%), krabbamein og sarkmein (13%), lungnabólga (12%), hjartasjúkdómar (8%), heilablóðfall (7%) og slys (5%). Sóttarfar. - Heilbrigði á árinu var eins og árið fyrir mjög góð og jafnvel með afbrigðum. Að farsóttum kvað lítið, nema skarlatsótt. Lungnabólga gerði og með meira móti vart við sig í sumum héruðum. Barnsfarir o.fl. — Skýrslur Ijós- mæðra geta fæðinga 2488 barna og 48 fósturláta. Af barnsförum og úr barnsfararsótt létust 8 konur. Fóst- ureyðingar voru 54. Kaþólsku sjúkrahúsin í Reykjavík og Hafnar- firði höfðu lagt bann á fóstureyðing- araðgerðir í sínum húsakynnum. — Fáir leita ráða um takmörkun barn- eigna. (Borgarfjarðarhérað). — Eitt- hvað munu getnaðarvarnir hafa ver- ið um hönd hafðar, en ekki í stórum stíl ennþá. (Borgarneshérað). — Stöðugt vex kvabbið um fóstur- eyðingar. Er líkast því að fólk haldi að þetta sé leikur einn og aðgerðin hættulaus. (Þingeyrarhérað). — Ein- staka hjón takmarka barneignir sínar. Önnur, og það þau, sem ættu allra hluta vegna að gera það, mega ekkert vera að fást við slíkt “fitl“. (Flateyrarhérað). — Ein fæðing var erfið og hafði mikið blætt. Leið yfir tvo karlmenn, er við voru, en kon- urnar stóðu sig prýðilega. Er það eins og vant er, þegar mannsblóð er annars vegar. (Öxarfjarðarhérað). - Menn eru að nokkru leyti hættir að líta á það sem eðlilega afleiðingu af samlífi karls og konu að fleiri eða færri börn fæðist. (Norðfjarðar- hérað). Húsakynni. Þrifnaður. — Byggt hefur verið upp á mjög mörgum bæj- um og torfbæir munu nú naumast finnast í mínu héraði. Sum húsin urðu allt of dýr og allt of stór svo að ekkert er til að lifa af þegar búið er að borga af skuldum. Ég álít fátækt- ina vera undirrót margra meina og líka sjúkdóma. (Borgarneshérað). — Salernaleysi líkt og áður, en lúsin heldur að víkja. (Hesteyrarhérað). — Ennþá eru nokkrir bæir svo hrör- legir að ekki getur talist forsvaran- legt að þeir skuli vera mannabústað- ir. (Hólmavíkurhérað). — Fækkar nú óðum þeim bæjum er ekkert sal- erni eiga. (Síðuhérað). — Nú er mest aðkallandi til þrifnaðarauka og hreinlætis að fá sjóveitu til salerna í bænum, svo að þau geti komið í stað þeirra heilsuspillandi kaggasalerna, sem almenningur verður að nota. (Vestmannaeyjahérað). — Opnu forirnar sjást víða ennþá, og hafa sjálfsagt ekki drukknað nógu margir í þeim enn. (Keflavíkurhérað). Fatnaður og matargerð. - Klæðn- aður er glæsilegur að ytra útliti, en ekki að sama skapi hollur. Er hann fremur miðaður við erlenda tísku og tildur heldur en íslenskt loftslag og staðhætti. Islensk ullarföt eru í megnustu fyrirlitningu. (Bíldudals- hérað). — Verst er, hvað tískan og æskuóvani gerir marga óskynsama í vali fæðu. Neytt er hér ákaflega mikils hveitis og sykurs, en lýsis- notkun er hvergi nærri eins almenn og regluleg og vera ætti, þótt alltaf sé verið að prédika hana fyrir fólki. (Flateyrarhérað). - Allirmunu hafa nóg að bíta og brenna, en hvort fæð- ið er eftir því hollt og hentugt, er mjög vafasamt. (Miðfjarðarhérað). — Ég fullyrði að fjöldi fólks hefur ekki fullkomið vinnuþrek sökum lé- legs fæðis, þó að það sé nóg að vöxt- um. Það er hóflaus heimska að flytja til landsins tregðu- og hindrunar- laust tóbak, vín, kaffi og jafnvel efnasnauðan sykur, en leggja höml- ur á innflutning nýrra, lifandi aldina. (Sauðárkrókshérað). Afengisnautn. Kaffi og tóbak. — Reykingar virðast fara hraðvaxandi, sérstaklega sígarettureykingar barna og unglinga. (Hafnarfjarðarhérað). — Afengisnotkun á sér ekki stað. 12 HEILBRIGÐISMÁL 3/1984

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.