Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 14
Hvar má ekki reykja?
Frá og með 1. janúar 1985 verða
tóbaksreykingar óheimilar í ýmiss
konar húsakynnum og farartækjum
hér á landi, samkvæmt lögum nr. 74/
1984 um tóbaksvarnir, en þau voru
samþykkt á Alþingi í vor. Reglur
þessar um reykingar eru eins og önn-
ur ákvæði laganna mjög í samræmi
við ítrekuð tilmæli Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar til ríkis-
stjórna þátttökulandanna, en mest
var stuðst við finnsku tóbakslögin
frá 1977 varðandi takmarkanir á
reykingum. Meginhugsunin er sú að
þeir sem reykja ekki eigi rétt á að
anda að sér lofti sem laust er við
hættuleg efni úr tóbaksreyk, enda
hafa rannsóknir á áhrifum „óbeinna"
reykinga staðfest það að tóbaks-
reykur skaðar fleiri en reykinga-
mennina eina.
Afgreiðslustaðir. í nýju lögunum
segir: „Tóbaksreykingar eru óheim-
ilar í þeim hluta af húsnæði stofn-
ana, fyrirtækja og annarra þar sem
almenningur leitar aðgangs í sam-
bandi við afgreiðslu eða þjónustu
sem þessir aðilar veita.“ Undir þetta
falla m.a. hvers konar afgreiðslusalir
(t.d. í bönkum, pósthúsum og skrif-
stofum), verslanir (þar með taldar
„sjoppur"), biðstofur lækna og
bankastjóra, rakara- og hárgreiðslu-
stofur, lokuð biðskýli strætisvagna,
biðsalir á umferðarmiðstöðvum og
flugstöðvum, leiktækjasalir o.fl.
Einnig mun hér átt við ganga og
lyftur sem nota þarf til að komast
þangað sem afgreiðsla fer fram eða
þjónusta er veitt.
Veitingahús. Veitinga- og
skemmtistaðir skulu „á hverjum
tíma hafa afmarkaðan fjölda veit-
ingaborða fyrir gesti sína sem séu
sérstaklega merkt að við þau séu
tóbaksreykingar bannaðar." Petta
ákvæði var ekki í upphaflega frum-
varpinu en kom inn í meðförum Al-
þingis. Það verður æ algengara er-
lendis að veitingahús fari af sjálfs-
5. ííM?Mk “'rTr i
I Jk J % I tí 1
dáðum inn á þessa braut og þróunin
er sú að reyklausu svæðin stækka.
Skólar. Reykingar verða bannað-
ar í grunnskólum, dagvistum barna
og húsakynnum fyrir félags- og tóm-
stundastarf barna og unglinga. I
greinargerð með lagafrumvarpinu
kemur fram að tilgangurinn er ekki
síst að vernda börnin gegn óbeinum
reykingum, en jafnframt segir að hér
sé um að ræða staði þar sem sérstak-
lega æskilegt er að starfsfólk gefi það
fordæmi að reykja ekki. Yfirmaður
slíkrar stofnunar getur þó leyft
reykingar í hluta þess húsnæðis sem
er ætlað starfsfólki eingöngu, enda
valdi það ekki óþægindum þeim
starfsmönnum sem ekki reykja.
Barnasamkomur. Ekki er Ieyft að
reykja „á opinberum samkomum
innanhúss fyrir börn eða unglinga,
hafi börn innan 16 ára aldurs aðgang
að þeim“. Er þá átt við barna-
skemmtanir, barnasýningar í kvik-
myndahúsum og leikhúsum, skóla-
skemmtanir o.fl.
Heilbrigðisstofanir. Meginregla er
að reykingar séu ekki leyfðar á
heilsugæslustöðvum, þó gera megi
undantekningu að því er varðar
starfsfólk, líkt og í grunnskólum. „A
sjúkrahúsum má einungis leyfa
reykingar á tilteknum stöðum þar
sem þær eru ekki til óþæginda fyrir
þá sem reykja ekki,“ segir í lögun-
um. Sennilega verður því að finna
staði fyrir sérstök reykherbergi á
sjúkrahúsunum. Pess má geta að
löggjafinn sá sér ekki fært að banna
tóbakssölu í heilbrigðistofnunum,
eins og höfundar frumvarpsins
höfðu lagt til.
Vinnustaðir. í samráði við Vinnu-
eftirlit ríkisins skal setja reglur uni
tóbaksreykingar á almennum vinnu-
stöðum. Lögin segja að þess skuli
sérstaklega gætt að þeir sem reykja
ekki verði ekki fyrir óþægindum.
Bifreiðar. I lögunum segir að tó-
baksreykingar séu óheimilar „í far-
þegarými almenningsfarartækja sem
rekin eru gegn gjaldtöku." Fyrir
nokkrum árum voru bannaðar reyk-
ingar í leigubílum og viröist það hafa
14 HEILBRIGÐISMAL 3/1984