Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 15

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 15
gefist vel. í sérleyfisbifreiðum hefur verið skylda að hafa „hæfilega mörg sæti“ fyrir þá sem ekki reykja, en nú verða þær bifreiðar svo og hópferða- bifreiðar að vera alveg án tó- baksreyks. Flugvélar. Ekki verður leyft að reykja í innanlandsflugi, en í milli- landaflugi má leyfa reykingar í hluta farþegarýmis. Þessar reglur gilda nú þegar hjá Flugleiðunt hf. og fleiri íslenskum flugfélögum. Skip. Setja skal sérreglugerð í samráði við Siglingamálastofnun rík- isins um tóbaksreykingar um borð í skipum. Um skeið hefur það tíðkast í Akraborg að ákveðnir salir séu reyklausir. Eftirlit. Hollustuvernd ríkisins og Vinnueftirliti ríkisins er falið að hafa eftirlit með því að framfylgt sé ákvæðum laganna um takmörkun á tóbaksreykingum. Merkingar. Þar sem tóbaks- reykingar eru óheimilar skal það gef- ið til kynna með merki eða á annan greinilegan hátt. Tóbaksvarnanefnd mun sjá til þess að slík merki verði gerð og inunu þau verða til af- greiðslu m.a. hjá Krabbameinsfé- laginu, Vinnueftirlitinu og heilbrigð- isnefndum um land allt. Víða er reyklaust. Þess má geta að engin ákvæði eru í tóbakslögunum um takmarkanir á reykingum á fund- um, ráðstefnum og almennum sam- komum. í þessu sambandi má hafa í huga þá hefð sem ríkt hefur í áratugi að ekki er reykt við guðsþjónustur né í sýningarsölum kvikmyndahúsa. Á fundum ýmissa bæjar- og sveitar- stjórna eru reykingar ekki leyfðar og ekki tíðkast þær heldur í þingsölum á Alþingi. Þá mun það vera að fær- ast í vöxt að í upphafi ráðstefna sé tekin ákvörðun um að reykja ekki. I sumar samþykkti aðalfundur Lækna- félags Islands að framvegis verði reykingar bannaðar á öllum fundum og ráðstefnum félagsins. Loks má minna á að ekki er til siðs að reykja á bókasöfnum og ekki heldur inni á sjúkrastofum. -jrlP.Ö.IP.BI. HEILBRIGÐISMÁL .3/1984 1 5

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.