Heilbrigðismál - 01.09.1984, Síða 17
I
öðru leyti eru tekjur af þjónustu-
gjöldum o.fl.
Ekki urðu breytingar á níu manna
stjórn félagsins á þessum aðalfundi.
Stjórnin hefur nú valið úr sínum
hópi fjögurra manna framkvæmda-
nefnd. Dr. Gunnlaugur Snædal er
formaður, Hjörtur Hjartarson gjald-
keri, Sigurður Björnsson ritari og
Tómas Á. Jónasson varaformaður.
Að loknum aðalfundinum fluttu
yfirlæknar Leitarstöðvar, Frumu-
rannsóknastofu og Krabbameins-
skrár skýrslur um starfsemina og Sig-
urður Árnason læknir flutti fræðslu-
erindi um óbeinar reykingar og áhrif
þeirra.
Sunnudaginn 2. september var hið
nýja hús til sýnis fyrir almenning.
Starfsfólk Krabbameinsfélagsins
sýndi húsið og fræddi um starfsem-
ina.
Pessa þrjá hátíðisdaga, frá föstu-
degi til sunnudags, komu á annað
þúsund gestir í húsið.
-/>•
Frá aðalfundi Krabbameinsfélags
íslands sem haldinn var í nýja hús-
inu hinn 1. september.
í húsinu sem þjóðin gaí
Ávaip Gunnlaugs Snædal fomanns Kiabbameinsfélagsins
1 íslandslýsingu Odds biskups Ein-
arssonar frá sextándu öld er sagt að í
þessu landi búi fólk sem er í eðli sínu
hneigt til mannblendni, góðgerðar-
semi, Ijúfmennsku og yfirleitt til allr-
ar mannúðar.
Þessir kostir komu greinilega í ljós
haustið 1982 þegar „Landsráð gegn
krabbameini" beitti sér fyrir söfnun
til þess að gera Krabbameinsfé-
laginu kleift að eignast nýtt húsnæði.
Á fjórða þúsund manns söfnuðu
rúmum þrettán milljónum króna á
einum degi, og sló það öll met. Söfn-
un meðal fyrirtækja og félaga árið
eftir skilaði einnig stórkostlegum ár-
angri. Með þessum söfnunum og
sölu á eignunum í Suðurgötu flytur
Krabbameinsfélagið nú í þetta hús,
er við opnum í dag, skuldlaust. Við
höfum sagt að þetta sé húsið sem
þjóðin gaf. Hún gaf Krabbameinsfé-
laginu þetta hús en einnig sjálfri sér,
því að allt það starf sem hér fer fram
er unnið í hennar þágu.
Krabbameinsfélagið þakkar af al-
hug þá velvild er allar þessar gjafir
bera vott um. En vandi fylgir veg-
semd hverri. Ég vænti þess að fé-
lagið launi gefendunum með þrótt-
miklu starfi er sýni marktækan ár-
angur í þeirri baráttu er háð verður á
komandi árum.
íslenska þjóðin hefur sýnt það að
hún getur sigrast á ýmsum vanda-
málum. Baráttan við holdsveikina,
berklaveikina og fleiri sjúkdóma eru
dæmi um þetta. Vilmundur Jónsson
landlæknir gat þess í tímaritsgrein
fyrir fjörutíu árum að góð raun
berklavarnanna vekti menn til um-
hugsunar um hvort ekki mundi
henta að beita svipuðum vinnu-
brögðum við aðra sjúkdóma, fyrst
og fremst krabbamein. Nú eru liðin
tuttugu ár síðan skipuleg leit að leg-
hálskrabbameini hófst hér á landi.
Sú starfsemi hefur sannað gildi sitt
svo að athygli hefur vakið víða um
heim. Á þessari braut viljum við
halda áfram. Ég trúi því að við Is-
lendingar getum lagt þung lóð á vog-
arskálarnar í rannsóknum á eðli og
orsökum krabbameina. Með bættri
aðstöðu mun starf félagsins eflast
mjög á næstu mánuðum og árum.
Ég vil að lokum endurtaka þakk-
læti Krabbameinsfélagsins til allra
þeirra sem hafa gert okkur kleift að
flytja í þetta glæsilega hús. Megi gæf-
an vera okkur hliðholl hér eftir sem
hingað til.
L
HEILBRÍGBISMÁL 3/1984 17