Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 19
Ver þú heill af meini þínu!
Ávarp Péturs Sigurgeirssonar biskups íslands
„Fagrir draumar rætast enn!“ -
yrkir Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi. Sannleiksgildi þeirra orða
sjáum við birtast í því mikla átaki
sem hér á sér stað og stund í baráttu
gegn krabbameini. Skáldið yrkir um
sigra á menntabrautinni í skóla-
söngnum sem margir kunna. Svo má
einnig taka til orða á fleiri framfara-
brautum. í líknarmálum hefir þjóðin
fagnað mörgum sigrum. Bætt að-
staða til lækninga olli straumhvörf-
um í glímu við erfiða sjúkdóma.
Þessi 31. dagur ágústmánaðar er
slíkur sigurdagur.
Flin nýja lækningamiðstöð er fag-
ur vottur um samstillt átak þjóðar-
innar. Hér fögnum við brennandi
áhuga sem brautryðjendur vöktu,
bjartsýni, vísindum og tækni, —
fórnfýsi og hæfni lækna, hjúkrunar-
fólks og áhugamanna, — og svo
mætti áfram telja. Margir hafa lagt
hönd á plóginn. Hér á hver sitt verk,
sína náðargáfu. Um gáfurnar og
hæfileikana segir í Pálsbréfum: Mis-
munur er á náðargáfum en andinn
hinn sami. Andinn opinberast í sér-
hverjum til þess sem gagnlegt er. (1.
Kor. 12).
Sá andi og það afl sem að veröld-
inni stendur og í henni ríkir starfar
Hús
Krabbameins-
félagsins
1. hæð:
Fræðsla
Sjúldmgasamtök
Skrifstofur.
2. hæð:
Leitarstöð
3. hæð:
Frumuraimsóknastofa
Krabbameinsskrá
okkur til góðs. „Guð er hinn sami
sem öllu kemur til leiðar í öllum“, —
eins og postulinn orðar það. Þessi
kenning kristallast í orðum Jesú,
Meistarans mikla, er hann sagði:
„Ég er kominn til þess að þeir hafi
líf“. (Jóh. 10:10).
Eitt sinn var ég í prestsstarfi mínu
kvaddur til þess að skíra nýfætt barn
er virtist að dauða komið. Eftir
skírnina, sem fór fram á barnadeild
spítalans, hitti ég barnalækninn að
máli og við ræddum saman um líðan
barnsins. Ég spurði lækninn hvort
hann hefði von um að barnið myndi
lifa. Svarinu gleymi ég ekki. Læknir-
inn varð hugsi en sagði síðan: „Ef
við ættum ekki von, þá værum við
ekki hér“.
Sams konar svar heyri ég með
innri eyrunt í þessu höfuðvígi í sókn
og vörn gegn hinum skaðvæna sjúk-
dómi. Við værum ekki hér stödd ef
ekki væri lifandi og starfandi vonin
um lækningu og líf. Þessi bjarta og
óbifanlega von lýsir skært í dag.
„Magna est animi diu sperare“,
mælti Tacitus forðum, — sem þýðir:
„Einkenni göfuglyndis er að vona
lengi“.
Ég lýsi blessun Drottins yfir húsið
og búnað þess, yfir starfsemina og
starfsfólkið — já, ykkur öll. Hér
lýtur allt einum vilja Guðs og
manna, að draumur sjúklingsins
megi rætast: Ver þú heill af meini
þínu!
HEILBRIGÐISMAL 3/1984 19