Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 20
Krabbameinsfélagið / Liósmyndaimn Forgönguhópur í forvamastarfí Ávarp Matthíasar Bjamasonar heilbrígðismálaráðherra Krabbameinsfélag íslands heldur hátíð í dag. Við samfögnum félaginu með þann stóra áfanga sem náðst hefur þegar þetta nýja hús í Skógar- hlíð 8 er tekið í notkun. Krabba- meinsfélagið á sér rúmlega þriggja áratuga sögu, en á þessum tíma hef- ur því tekist að marka spor í sögu íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Einn- ig hefur það unnið sér álit þjóðarinn- ar og þakklæti, eins og stuðningur almennings við áformin um að koma starfseminni í ný húsakynni bar vott um. Forgöngumenn að stofnun krabbameinsfélaganna höfðu það markmið að stofna félagsskap sem gæti unnið gegn þeim mikla vágesti krabbameininu. Þeir höfðu að sjálf- sögðu til hliðsjónar erlend fé- lagasamtök sem hafa unnið að svip- uðum markmiðum. Krabbameinsfé- lögin eru stofnuð á þeim tíma sem veruleg bylting er að verða í allri heilbrigðisþjónustu, bæði hér á landi og annars staðar. Þau hafa verið þátttakendur í þeirri miklu sókn í heilbrigðismálum sem staðið hefur síðustu áratugi. Á sérstöku sviði heilsuverndar- starfs, þar sem um er að ræða sjúk- dómaleit, hefur Krabbameinsfélagið brotið ísinn. Skipulögð leit að ákveðnum tegundum krabbameins hefur verið og er eitt aðalverkefni félagsins. Ég held að þeir sem stofnuðu krabbameinsfélögin hafi gert ráð fyrir því að þau yrðu á hverjum tíma forgönguhópur sem reyndi fyrir sér um nýjar leiðir í forvarnastarfi og sjúkdómaleit. Ef til vill má segja að starfsemi krabbameinsfélaganna hafi að vissu marki farið út fyrir þann ramma sem í upphafi var mark- aður. Þetta er ekki sagt til að gagnrýna, heldur til að benda á að hin almenna heilsugæsla hefur ekki haft bolmagn til að tileinka sér þá reynslu sem krabbameinsfélögin hafa öðlast. Því hefur sjúkdóma- leitin enn ekki orðið eitt af verkefn- um heilsugæslunnar, eins og lög um heilbrigðisþjónustu þó gera ráð fyrir. Með þessum nýju húsakynnum skapast enn auknir möguleikar fyrir krabbameinsfélögin til nýrrar starf- semi. Nú er svo komið í íslensku heilbrigðiskerfi að það vantar senni- lega ekki aðstöðu til nýrrar starf- semi, heldur fé til þess að reka þá starfsemi sem við þegar höfum. Fjárfestingin í stofnunum og tækjum er vissulega dýr þáttur, en þó hvergi nærri eins og rekstrarkostnaðurinn frá ári til árs. Því er það að fulltrúar ríkisvaldsins og fulltrúar rekstrarað- ilanna verða enn á ný að setjast nið- ur og gera sér grein fyrir því hvernig rekstrinum verður háttað, hver kostnaðurinn verður og hvernig hann dreifist milli þeirra sem þjón- ustunnar njóta og opinberra sjóða. Ég geri ráð fyrir að forgöngumenn að stofnun Krabbameinsfélags ís- lands hafi eygt þá von að búið yrði að ná tökum á krabbameini innan þriggja til fjögurra áratuga frá stofn- un félagsins. Óskir af þessu tagi hafa ekki ræst og enn stöndum við frammi fyrir því að krabbamein er önnur algengasta dánarorsök íslend- inga. í sjálfu sér væri ekkert við það að athuga, ef ekki væri um að ræða verulegan fjölda ótímabærra dauðs- falla. 20 HEILBRiGÐISMAL a/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.