Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 23

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 23
Verðmæt tölvugjöf til félagsins Ávarp dr. Jóns Þórs Þórhallssonar forstjóra SKÝRR stjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar í hópinn. Við heilluð- umst af möguleikunum og nið- urstaða okkar var sú að til þess að geta sinnt þessu verkefni þyrfti Krabbameinsfélagið á mun afkasta- meiri tölvubúnaði að halda en það hafði og auk þess þyrfti að hafa möguleika á sívinnslu. I samvinnu við forsvarsmenn Krabbameinsfé- lagsins gerðum við skrá um æski- legan tækjakost og viðeigandi hug- búnað og leituðum síðan til inn- lendra og erlendra aðila og báðum um aðstoð þeirra við úrlausn þessa máls. Á vígsluhátíðinni kom fram að ykkur tókst að afía búnaðar sem metinn er á tíu til tuttugu milljónir króna, en hvernig gekk þetta? Þetta var líkast ævintýri. Allir sem leitað var til brugðust einstaklega vel við og sýndu málefnum Krabba- meinsfélagsins mikinn skilning. Krabbameinsfélagið sýndi gefend- unum þakklæti sitt og virðingu með því að bjóða þeim á vígsluhátíð húss- ins, og forseti íslands, sem var í heiðursráði söfnunarinnar haustið 1982, heiðraði gestina með boði, svo og utanríkisráðherra. Erlendu gest- irnir voru heillaðir af móttökunum og nú þegar er Ijóst að sumir þeirra vilja veita enn frekari aðstoð við tölvuvæðinguna, því að auðsætt er að hér á landi eru einstæðir og áhugaverðir möguleikar til rann- sókna á orsökum og eðli krabba- meina. Að lokum, Ottó, ertu ánægður með árangurinn ? Eg hef verið svo lánsamur að fá að hjálpa mörgum góðum mönnum að leggja Krabbameinsfélaginu lið. Ar- angurinn sem náðst hefur síðustu misseri er félaginu til sóma, enda á það allt gott skilið. Barátta við krabbamein er brýnt hagsmunamál þessarar þjóðar og ég treysti stjórn Krabbameinsfélagsins og starfsmönnum þess til að láta gott af sér leiða. _ jr. Veigamikill þáttur í starfsemi Krabbameinsfélags íslands er söfn- un upplýsinga og úrvinnsla þeirra. Þetta á bæði við um hina hefð- bundnu starfsemi félagsins sem snertir innkallanir og skoðanir og eins þær vísindalegu rannsóknir sem fram fara á vegum félagsins. Þessar upplýsingar eru ein af meginauð- lindum Krabbameinsfélagsins. Því þarf félagið aðstöðu til varðveislu og úrvinnslu upplýsinga eins og best gerist hér á landi ef félagið á að ná þeim markmiðum sem það hefur sett sér. Því miður hefur aðstaða félags- ins á þessu sviði ekki verið sem skyldi. Mér er því mikil ánægja að lýsa því yfir að nú hefur verið ráðin bót þar á. Nokkrir einstaklingar, allir helstu seljendur vélbúnaðar og hug- búnaðar tölva og búnaðar tengdum rekstri tölva hér á landi, ásamt nokkrum stærstu notendum tölva hér, hafa tekið höndum saman um að færa Krabbameinsfélagi íslands Ottó, Jakob og Jón Þór við hluta af tölvubúnaðinum. að gjöf tölvu ásamt nauðsynlegum jaðartækjum, hugbúnað á borð við þann besta sem er í notkun hér á landi og nauðsynlega fylgihluti. Ennfremur hefur fjármálaráðuneyt- ið fallist á að gefa eftir aðflutnings- gjöld af búnaðinum, sem þegár hef- ur verið komið fyrir í þessu húsi og er tilbúinn til notkunar. Hér er um mikið átak tiltölulega fárra aðila að ræða, en verðmæti gjafarinnar er á annan tug milljóna króna. Gefendurnir eru 25 talsins, bæði íslendingar og útlendingar. Undir- búningur hefur verið á hendi nefnd- ar þriggja manna, þeirra Ottós A. Michelsen, fyrrverandi forstjóra IBM á íslandi, Jakobs Sigurðssonar, forstöðumanns tölvudeildar Flug- Ieiða og þess er hér talar. Það er til marks um hinn mikla velvilja sem Krabbameinsfélag ís- lands nýtur meðal íslendinga og þá athygli sem starfsemi félagsins hefur vakið meðal erlendra þjóða að allir þeir sem undirbúningsnefndin leitaði til tóku erindi hennar vel. Viðbrögðin voru öll á þann veg að þeir sem leitað var til létu í ljós þakklæti sitt fyrir að fá að vera með. HEILBRIGDISMÁL 3/1984 23

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.