Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 25

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 25
Enginn efi er á því, að þol mynd- ast gegn ýmsum verkunum nikótíns og ekki síst þeim er teljast hvim- leiðar, t.d klígju. Þá myndast mikið þol gegn banvænni verkun. Lítið þol myndast hins vegar gegn verkun á hjarta og æðar og gegn vellíðunar- kennd og sumum öðrum verkunum á miðtaugakerfið. Fráhvarfs- einkenni eru greinileg hjá mörgum er hætta reykingum. Er líklegt, að flest þessara einkenna séu vegna frá- hvarfs nikótíns (syfja, þreyta, órói og eirðarleysi, svefntruflanir o.fl.). Langvarandi tóbaksreykingar eru taldar minnka matarlyst. Sumir kvarta undan því, að matarlyst aukist mjög er þeir hætta tó- baksreykingum, og þeir fitni. Með því að lítið þol myndast gegn ýmsum verkunum nikótíns, fá reykingamenn ætíð nokkra verkun af 1—2 sígarettum. Ekki verður með sanngirni sagt, að nikótín (eða tó- baksreykingar) valdi vímu í þessum skömmtum, þrátt fyrir nokkra vel- líðunarkennd. Fíkn í venjulegum skilningi myndast og tæplega í tó- bak. Innbrot og annað glæpsamlegt athæfi til þess að afla tóbaks eru þannig fátíð, enda þótt tóbak sé dýr söluvarningur. Tóbaksreykingar eru hins vegar afar sterklega vanabind- andi og nikótín má telja dæmigert ávanaefni. Af hverjum sex er hætta tóbaksreykingum, má gott kallast ef tveir halda reykbindindi í eitt ár í fyrstu atrenu. Tilraunir með dýr benda til þess að þau sækist eftir að sprauta sig með nikótíni. Mjög mikill munur er þó á amfetamíni og kókaíni annars vegar og nikótíni hins vegar í tilraun- um sem þessum. Freistandi er að ætla, að með tilliti til verkana á mið- taugakerfið standi nikótín á milli amfetamíns og koffeins, en þó vafa- laust líkara hinu fyrrnefnda. Nikótín verkar með vissú á sum boðefni í miðtaugakerfi (acetýlkól- ín, noradrenalín, dópamín). Minnir verkun þess að nokkru á verkun amfetamíns, en að sumu leyti verkar nikótín á annan hátt. Getur þetta skýrt verkun nikótíns á miðtauga- kerfi og að meira eða minna leyti úttaugakerfi einnig. Ekki er loku fyrir það skotið að nota nikótín við lækningar. Tóbaksreyk má í grófum dráttum skipta í tvo hluta: Agnahluta og lofthluta. í agnahlutanum eru öll föst efni og fljótandi, sem í tó- baksreyk er að finna. Þar er nikótín og meira eða minna af vatni, auk svokallaðra tjöruefna, ýmissa málma og fjölda annarra efna. I lofthlutanum eru að sjálfsögðu ýms- ar lofttegundir (t.d. koloxíð, köfn- unarefnisoxíð, brennisteinsoxíð og blásýra (cýanvetni)) og ýmis rok- gjörn alkóhól og aldehýð, sem sum hver eru mjög ertandi í öndunarfær- um (m.a. formaldehýð). Ef reykt er umfram fáeinar síga- rettur á dag að meðaltali, er öruggt, að af því leiðir ýmis viðvarandi eiturhrif, er síðar kunna að valda sjúkdómum í mörgum líffærum og ekki sjaldan dauða. Öruggt má enn fremur telja, að sjúklegar breytingar í líffærum séu því tíðari og alvar- legri, því meira og lengur sem hefur verið reykt. Pípureykingar og vind- lareykingar eru þó yfirleitt taldar síður hættulegar en sígarettureyking- ar. Hjarta- og æðasjúkdómar, svo sem kransæðasjúkdómar (hjarta- öng, hjartadrep), heilablóðfall og æðakölkun í útlimaæðum, eru langt- um tíðari hjá reykingamönnum en öðrum. Verður að telja, að nikótín sé hér aðalskaðvaldurinn (vegna við- varandi álags á hjarta og æðar). Sterkar líkur eru þó til þess, að kol- | oxíð auki skaðlega verkun nikótíns á | hjarta og æðakerfi svo og magni | truílun fituefnaskipta af þess völd- um. Sígarettureykingar auka stórlega líkur á hvers kyns sjúkdómum í önd- HEILBRIGÐISMÁL 3/1984 2 5

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.