Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 26
unarfærum. Þar á meðal má telja
langvarandi berkjubólgu, lungnaþan
og lungnakrabbamein. Aðalskað-
valdar í þessu tilliti eru talin vera
tjöruefni í reyk, sem mörg hver eru
öflugir krabbameinsvaldar, og ýms-
ar ertandi og vefjaskemmandi
lofttegundir. Lofttegundir þessar
auka slímrennsli í berkjur og hefta
jafnframt bifhárahreyfingar þannig,
að hreinsun efri hluta öndunarfæra
er mun síðri en ella. Af ertingu í
berkjum og ofanverðum öndun-
arfærum leiðir enn fremur hósta og
andþrengsli, sem kunna að vera
þjakandi hjá sumum reykinga-
mönnum.
Illkynja sjúkdómar eru yfirleitt
tíðari hjá reykingamönnum og ekki
aðeins í öndunarfærum, heldur og í
öðrum líffærum, svo sem í brisi,
blöðru og í vélindi. Talið er, að hér
séu að verki krabbameinsvaldar úr
tóbaksreyk, er berast inn í líkamann
og valda illkynja frumubreytingum í
hinum ýmsu líffærum.
Tóbaksreykingar hafa veruleg
áhrif á umbrot (niðurbrot) lyfja í
líkamanum í þá veru að stytta verk-
un þeirra og draga úr virkni. Við
notkun margra lyfja getur þetta atr-
iði skipt verulegu máli.
Ef þungaðar konur reykja að
marki, má búast við ýmiss konar
verkun á barn og móður. Tíðni fóst-
urláta og fjöldi andvana fæddra
eykst. Meiri líkur eru á fyrirburði en
ella. Börnin fæðast minni en venju-
lega og líkur eru á því, að þau taki
minni framförum á fyrstu vikum og
mánuðum eftir fæðingu en börn
mæðra er ekki reykja. Börn reyk-
Góð heilsa er gæfa hvers manns
Faxafell hf sími 51775
ingakvenna verða án efa oft og tíð-
um að þola nikótínfráhvarf, og
dánartíðni þeirra er meiri en annarra
nýbura. Tóbaksreykingar móður
virðast þó ekki leiða til alvarlegra
fósturskemmda eins og þekkt er eftir
alkóhól.
Að öllu samanlögðu er því
augljóst, að sígarettureykingar eru
stórkostlegur bölvaldur. Menn
skyldu í þessu sambandi gera sér
Ijóst, að meginvanda tó-
baksreykinga er að rekja til skað-
legra verkana á hjarta, æðar, lungu
og nánast öll innri líffæri önnur en
miðtaugakerfið. Þrátt fyrir þá stað-
reynd, að nikótín er ákaflega vana-
bindandi efni, er skaðleg verkun
þess á miðtaugakerfið minni háttar
mál miðað við skaðsemi tó-
baksreykinga á önnur líffæri.
Ef stjórnvöld vilja á annað borð
leyfa notkun ávanaefnisins nikótíns,
vaknar hreinlega sú spurning, hvort
ekki væri heppilegra að neyta þess á
annan hátt en með því að reykja.
Sums staðar er til tuggugúmmí, er
inniheldur hæfilegt magn nikótíns
miðað við félagslega notkun þess.
Þannig losna neytendur við skaðlega
verkun á a.m.k. öndunarfæri og sum
önnur innri líffæri, sem óhjákvæmi-
lega fylgir tóbaksreykingum.
Ekki má skiljast við tó-
baksreykingar án þess að nefna, að
þær menga mjög andrúmsloft. Tó-
baksreykingar kunna því að valda
nokkru tjóni einnig hjá þeim, sem
ekki reykja, en eru návistum við
reykingamenn. Því ber að takmarka
tóbaksreykingar í almenningsvistum
(vinnustöðum, matstofum, af-
greiðslusölum, almenningsfarartækj-
um o.s.frv.), svo sem auðið er.
Dr. Þorkell Jóhannesson er pró-
fessor í lyfjafræði við læknadeild Há-
skóla íslands. Hann er læknir og sér-
fræðingur í lyfjafræði og eiturefna-
fræði. Þorkell er forstöðumaður
Rannsóknastofu í lyfjafræði og for-
maður eiturefnanefndar.
Grein þessi er að mestu leyti sam-
hljóða kafla úr bókinni „Lyfjafræði
miðtaugakerfisins", sem mennta-
málaráðuneytið er að gefa út nú í
haust. Kaflinn er birtur hér með leyfi
ráðuneytisins, en honum hefur verið
breytt á stöku stað.