Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 27
Brjóstagjöf virðist orðin
vinsælli en áður var, bæði
hér á landi og erlendis.
Allir eru á einu máli um
að slíkt sé af hinu góða.
Þessi skemmtilega mynd
hér til vinstri er dönsk að
uppruna.
• Tíu milljónir manna í
sjötfu löndum eru með
holdsveiki. Einkum verður
hennar vart í löndum Af-
ríku og Asíu, en einnig i
Mið- og Suður-Ameríku.
• Enska heilbrigðisfræðslu-
ráðið telur að sjónvarps-
auglýsingar sem áttu að
höfða sérstaklega til ungl-
inga hafi hitt í mark. Ein
auglýsingin sýndi áhrif
reykinga á lungun, önnur
var um tengsl reykinga og
hjartaáfalls og í þeirri
þriðju var á það bent að í
sumum tilfellum þyrfti að
taka fótlegg af fólki vegna
reykinga. Ungt fólk var
fengið til að koma fram í
auglýsingunum.
• Stöðugt fjölgar þeim ríkj-
um sem eiga aðild að Al-
þjóða heilbrigðismálastofn-
uninni (WHO). Á síðustu
mánuðum hafa fjögur
eyríki bæst í hópinn sem nú
telur alls 164 ríki. Nýjustu
aðildarríkin eru:
St. Vincent og Grenadines
á sunnanverðu Karíbahafi,
sjálfstætt ríki síðan 1969,
íbúar 114 þúsund.
Antiqua og Barbuda á Kar-
íbahafi, íbúar 74 þúsund.
Cook eyjar á Kyrrahafi,
áður hluti af Nýja Sjálandi,
íbúar 19 þúsund.
Kiribati lýðveldið á Kyrra-
hafi, áður nefnt Gilberts
eyjar, íbúar 52 þúsund.
Leikarinn Larry Hagman hefur nýlega lagt bandariska
krabbameinsfélaginu lið í baráttunni gegn reykingum.
Hann hefur áður tekið eindregna afstöðu gegn reyking-
um og fyrir rétti þeirra sem reykja ekki.
Stefnt að reykleysi vestanhafs
Bandaríski landlæknir-
inn, C. Everett Koop, hefur
skorað á félagasamtök að
taka þátt í baráttunni fyrir
reyklausu þjóðfélagi árið
2000, en einkum skal þó
stefnt að reyklausri kynslóð
unglinga.
I nýrri skýrslu, sem land-
Iæknirinn gaf út í sumar,
kemur fram að 80-90% af
dauðsföllum vegna lang-
vinnra lungnasjúkdóma
megi rekja til reykinga.
Koop sagði að lungna-
þemba, líkt og lungna-
krabbamein væri sjúkdómur
sem vart væri til ef
sígarettureykingar tíðkuð-
ust ekki.
Áætlað hefur verið að
reykingar kosti 350 þúsund
mannslíf árlega í Bandaríkj-
unum, 170 þúsund af völd-
um kransæðasjúkdóma, 130
þúsund úr krabbameini og
50 þúsund úr langvinnum
lungnasjúkdómum.
‘Tm gonna help you break thc clgarette habit with my ‘Larry
Hagman Special Stop Smokin’ Wrist Snappin' Red Rubber
Band.' Get one free from your American Cancer Society."
? AMERICAN CANCER SOCIETY
ERLENT
i
Japanskt undur?
íslendingar og Japanir
eiga það sameiginlegt að
lifa lengst allra þjóða
heims, konurnar í 80 ár og
karlarnir í 74 ár. Japanir
hafa ekki alltaf staðið jafn-
fætis okkur á þessu sviði.
Síðasta aldarfjórðunginn
hafa þessar tölur hækkað
um tæp 5 ár á íslandi en
rúm 10 ár í Japan. Að því
leyti sem langlífi er mæli-
kvarði á heilbrigðisástand
gefa þessar tölur til kynna
að ástandið hafi batnað
meira þar en hér.
Fyrir aldarfjórðungi var
ungbarnadauðinn í Japan
77 af þúsundi en er nú kom-
inn niður í 7 af þúsundi
(svipað og hér).
Dánartíðni úr hjarta- og
æðasjúkdómum hefur verið
mun lægri í Japan en á Vest-
urlöndum. Árið 1982 var
tíðni kransæðaaðgerða í
Japan 1 aðgerð á hverja
100.000 íbúa, en 80 í
Bandaríkjunum og um 50 á
íslandi (allt erlendis).
Japanir verja aðeins 5%
af þjóðarframleiðslu sinni
til heilbrigðismála, en það
er allt að helmingi minna en
í vestrænum löndum.
Getur unga fólkið beðið
tjón á heym sinni vegna
hávaða frá diskótónlist?
Þetta óttast sumir sænskir
læknar og em famir að
gera tilraunir á kaninum
til að rannsaka það.
HEILBRIGÐISMAL 3/1984 2 7