Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 29

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 29
Fælni - óbærilegur ótti Grein eftir dr. Eirík Örn Arnarson Teikningamar gerði Sigurður Öm Brynjólfsson í útreiðartúr tekur hestur á rás án þess að við gerum okkur grein fyrir því hvers vegna. Þegar við höfum náð valdi á hestinum höldum við til baka til þess staðar þar sem hann fældist og komumst að raun um að gaddavír flæktist fyrir fótum hestsins og varð þess valdandi að við misstum hann á sprett. Við fjar- lægjum gaddavírinn, en tökum eftir því í næsta sinn sem hesturinn nálg- ast fyrrgreindan stað, að hann tekur á sig stóran krók og það er ómögu- legt að ríða honum sömu leið og áður. Bóndinn veit nákvæmlega hvað til bragðs skal taka. Hann stíg- ur af baki og teymir hestinn yfir þann stað þar sem gaddavírinn lá áður falinn og klappar hestinum og lætur vel að honum á eftir. Þetta er síðan margendurtekið. Því næst er stigið á bak hestinum og farið fetið og eftir nokkra hríð er sporið greikkað þegar farið er yfir þennan stað. Að lokum hefur tekist að láta hestinn yfirvinna óttann og það er hægt að ríða honum eins og ekkert hafi í skorist á leið sem hann áður veigraði sér við að fara. Þessi saga úr sveitinni lýsir í hnot- skurn því sálræna fyrirbrigði sem nefnt er fælni, og þekkist bæði hjá dýrum og mönnum. Fælni (phobic neurosis) má skil- greina sem yfirþyrmandi ótta og ómótstæðilega hliðrun (avoidance) við fremur meinlausa hluti, atferli og aðstæður.1 Hinn fælni gerir sér fulla grein fyrir að hann bregst við þess- um áreitum á órökrænan hátt. Fælnin er því ekki merki um geð- truflun (psychosis). Aðalvandinn við fælni er að hún þrengir athafnafrelsi fólks og beinir atferli þess í þröngan, fastskorðaðan farveg. Að auki brýt- ur fælni niður sjálfsálitið.2 Þegar fælni er rædd er litið á sam- spil hugsana, atfcrlis og líffræðilegra viðbragða fremur en eitt ákveðið viðbragð.3,4 Hugrænu viðbrögðin einkennast af frásögnum eða hugmyndum um hinar neikvæðu afleiðingar þess sem tekist er á við. Hinum fælna finnst hann missa stjórn á sjálfum sér og óttast að hann geri sig að athlægi, falli í yfirlið eða jafnvel deyi. Hegðun endurspeglar viðbrögð við því sem við fælumst (flótta og hliðrun). Atferli sem bendir til kvíða eru handskjálfti, málhelti, (stam, hlé milli orða), hæsi og titringur í rödd. Helstu lífeðlislegu breytingar sem eiga sér stað samfara fælni eru að svitna, að roðna (hitatilfinning), finna til aukins hjartsláttar, hjart- sláttaróregla, andnauð, óreglulegur andardráttur, munnþurrkur, að finna fyrir vanlíðan, verkjum og sársauka, svo og vöðvaspennu. Algengara en ætla mætti Af geðrænum vandkvæðum kem- ur fælni næst ofdrykkju hvað algengi áhrærir. Rannsókn sem gerð var í Vermont í Bandaríkjunum árið 1969 benti til að nær 8% manna væru fælnir, og rúm 2% ættu við alvarlega fælni að stríða.5 Alvarleg fælni var skilgreind þannig að viðkomandi gátu ekki sinnt daglegum störfum, svo sem vinnu, og húsmæður gátu ekki sinnt öllum heimilisverkum. Fælni er tvisvar sinnum algengari meðal kvenna en karla. Rannsóknir hafa leitt í ljós að viðnám kvenna er HEILBRIGÐISMÁL 3/1984 29

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.