Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 30
mun minna síðustu dagana fyrir tíðir
en á öðrum tímum tíðahringsins.6
Því hefur verið haldið fram að konur
séu hræðslugjarnari en karlar vegna
þess að þær hafi minna af testoster-
on-hormóni. Aðrir hafa haldið því
fram að konur tileinki sér und-
irgefni, óákveðni og hræðslugirni,
en karlar læri hins vegar að dylja
ótta og leiti þá gjarnan á náðir Bakk-
usar eða annarra vímugjafa í þeirri
viðleitni.
Það virðist merkilega lítið sameig-
inlegt í fortíð hinna fælnu. Sjaldan
hefur verið um yfirgangssama for-
eldra að ræða, erfiðleika á heimilinu
eða í uppvexti, ofnotkun lyfja eða
áfengis eða námserfiðleika, enda
þótt margir þessara manna hafi verið
kvíðnir í skóla. Rannsóknir hafa þó
sýnt að 40% af hinum víðáttufælnu
eiga ættingja með sama vandamál.7
Telja má að um það bil tuttugu
þúsund íslendingar - einn af hverj-
um tíu — eigi við fælni að etja. Séu
fyrrnefndar tölur heimfærðar á ís-
land má einnig ætla að um fimm
þúsund íslendingar eigi við alvarlega
fælni að stríða og er það ugglaust
mun hærri tala en margir hefðu látið
sér detta í hug. Það er hins vegar svo
að hinir fælnu eru yfirleitt ekki að
bera vandkvæði sín á torg og oft eru
aðeins fáir nákomnir sem vita af
þessu vandamáli.
Fólk notar margs konar aðferðir
til að draga úr kvíða. Algengast er
að hliðrun sé notuð en einnig er hætt
við aukinni matarneyslu. Notkun
sefjandi efna er áberandi, svo sem
notkun áfengis og róandi lyfja.
Þrátt fyrir það að á seinni árum
hafi árangursrík meðferð verið til-
tæk hefur ekki nema lítill hluti af
hinum fælnu hlotið slíka meðferð.
Með réttri meðferð ná flestir fælinna
umtalsverðum bata eftir að jafnaði
átta til sextán meðferðartíma.
Þrerrns konar fælni
Yfirleitt er talað um þrenns konar
fælni. í fyrsta lagi er venjuleg fælni
(simple phobia) sem tengist ákveðn-
um aðstæðum, hlut eða sjúkdómi.
Til þessa flokks teljast um 15%
þeirra sem leita meðferðar á göngu-
deild vegna þessa vanda.8
Sem dæmi má nefna fælni við
krabbamein, hjarta- og æðasjúk-
dóma og kynsjúkdóma. Ennfremur
má nefna fælni tengda hundum,
skordýrum, sprautum, vatni, lyftum,
flugvélum, óveðri, tannlækni, rak-
ara og svo má lengi telja. Algeng er
hræðsla við tannviðgerðir og
skurðaðgerðir.
Talið er að 5-15% fólks fari ekki
til tannlæknis vegna hræðslu, jafnvel
þótt það leiði til mikilla óþæginda 9.
Margir óttast læknismeðferð. Mest
ber á hræðslu við sársauka, ótta við
aðskilnað frá ástvinum og hræðslu
við að missa stjórn á sér.10 Því miður
leiðir þessi ótti stundum til þess að
hinn hjálparþurfi leitar ekki aðstoð-
ar. Enn fremur getur hin truflandi
hegðun sem hræðslan veldur tafið
fyrir markvissri meðferð.
Annar flokkurinn nær til fé-
lagsfælni (social phobia), en álitið er
að 8% fælinna sem leita til göngu-
deilda geðdeilda teljist til þessa
flokks.8
Hér er einkum átt við fælni við að
tala á almannafæri, fælni við að vera
innan um fólk, það að fælast sam-
neyti við gagnstætt kyn, hræðsla við
að borða eða drekka á veitingastöð-
um o.s.frv.
í þriðja flokknum er svo víðáttu-
fælni (agoraphobia), sem er hræðsl-
an við að vera einn og eiga í erfið-
leikum sem tengjast því að fara að
heiman. Víðáttufælni er algengasta
tegund fælni, en um 60% þeirra sem
leita meðferðar á göngudeild vegna
fælni þjást af henni.8
Sá sem er víðáttufælinn óttast ekki
einungis að vera einn á berangri
heldur er algengur ótti við innilok-
un, að vera innan um fólk, versla í
stórum verslunum, bíða í biðröð,
ganga á fjölförnum götum og torg-
um. fara í kvikmyndahús, leikhús,
veitingastaði, ferðast o.s.frv.
Þessi ótti leiðir til þess að fólk
heldur dauðahaldi í staði sem það
telur örugga eða fólk sem það getur
reitt sig á.
Meiri ótti en eðlilegt er
Allir finna til ótta og kvíða öðru
hverju en fælni leiðir til fáts (panic)
sem fólk kann engin tök á.
Verst er að fáta (paníkera) fyrir-
varalaust og án þess að hræðslan
tengist ákveðnum stað eða kringum-
stæðum, að vita ekki hvað maður
hræðist. Þetta eru upptök verstu
Mismunur á ótta og fælni
Ótti er eðlilegt viðbragð við raunvertilegri hættu eða ógnun-
um og hefur yfirleitt ekki hamlandi áhrif á athafnafrelsi og
þarf ekki meðferðar við. Fælni er djúpstæður og órökrænn
ótti sem er bæði hamlandi og krefst meðferðar. Rétt er að
taka fram að oft eru mörkin milli ótta og fælni óljós. Einkum
er erfitt að greina mikinn ótta frá vægri fælni.
Ótti
... er mjög algengur, jafnt hjá konum sem körlum, og
algengur meðal bama
... truflar ekki daglegt líf
... hverfur með tímanum
Fælni
... er ekki mjög algeng, en kemur þó oftar fyrir hjá koniun
en körlum, og er sjaldgæf meðal barna
... truflar líf hins fælna og fjölskyldu hans
... hverfur ekki með tímamun
30 HEILBRIGÐISMÁL 3/1984