Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 31

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Page 31
fælninnar, sem á nokkrum mánuð- um getur gert heilbrigðan mann ósjálfbjarga, fanga í fangelsi án rinrla. Þó er algengt að slíkt fólk ferðist í bíl, en þá verður bíllinn nokkurs konar heimili að heiman. Það sem fólk óttast er fátið sjálft, eða með öðrum orðum að fát komi yfir það innan um margmenni, fjarri griðastað eða öryggi heimilisins og fjölskyldunnar. Það er kvíðinn fyrir því sem heftir það. í rannsókn á 900 víðáttufælnum konum kom í ljós að þær hræddust mest að ferðast nteð strætisvögnum, eða í lestum, að halda ræður, vera í mikilli mannþröng, standa hátt uppi, vera á gangi á borgarstrætum og vera á opnum svæðum.11 Ein rannsóknin leiddi í Ijós að flestir hinna víðáttufælnu höfðu orð- ið þannig eftir meiri háttar breyting- ar á lífsháttum sínum, svo sem eftir að hafa átt við mikil veikindi að stríða eða orðið fyrir sorg, eftir gift- ingu, eftir að hafa eignast barn o.s.frv.8 Þegar menn finna fyrst til fælni halda þeir oft að þeir séu að ganga af göflunum eða séu að fá hjartaáfall og lenda stundum á slysadeild. Eftir fyrsta kastið er algengast að hinn fælni reyni að hliðra sér við þeim aðstæðum sem vöktu ofangreind við- brögð. Sá sem matur hefur staðið í getur orðið fælinn við að kyngja vegna hræðslu við að kafna, sá sem er kattafælinn getur átt erfitt með að fara út. Að lokum fer fælnin að stjórna fórnarlambinu og einkenni- leg hegðun getur stundum skotið upp kollinum. Maður sem fældist brýr gat t.d. einungis farið yfir þær ef annar ók á meðan hann hímdi í farangursgeymslu bílsins.2 í umræðum um fælni er mikilsvert að greina þá að sem hafa getu til einhvers en framkvæma það ekki, og hina sem geta ekki og framkvæma ekki þar af leiðandi. Sem dæmi mætti nefna húsmóður í Garðabæn- um sem hefur yfir tveim bílunt að ráða og notar ekki strætisvagn vegna þess að hún þarf þess ekki, og hins vegar einstæða húsmóður í Breið- holti sem sækir vinnu í miðbænum og er háð strætisvögnum en getur ekki ferðast með þeim vegna fælni. Á sama hátt má taka dæmi um þá sem geta ferðast í lyftum en gera það ekki eftir einhvern ákveðinn tíma á daginn, þegar allir eru búnir að yfir- gefa vinnustað, og hins vegar þann sem getur ekki farið í lyftu vegna fælni. Svo hægt sé að tala um fælni verð- ur óttinn að vera mun meiri en eðli- legt getur talist og virka truflandi. Viðbrögðin eru þannig frávik frá venjulegum viðbrögðum í því menn- ingarsamfélagi sem um ræðir. Flughræðsla ótrúlega algeng Á undanförnum árurn hafa ferða- lög með flugvélum færst í vöxt. Nið- urstöður rannsókna benda til þess að flughræðsla sé mun algengara vanda- mál en ætla mætti. í bandarískri rannsókn5 var talið að 10% farþega væru dauðhræddir við að fljúga og 20% væru haldnir vægari ótta. I stórri sænskri rannsókn12 kom í ljós að 6% höfðu aldrei flogið vegna hræðslu við það, 10% voru mjög hræddir á flugi og 15% fundu til sams konar ótta með því einu að hugsa um flugferð. Um 22% töldu helstu ástæðu óttans vera hræðslu við að flugvélin hrapaði, en 10% áttu erfitt með að sætta sig við að geta ekki haft áhrif á aðstæður með- an þeir voru á flugi. Um 5% fundu til innilokunarkenndar og jafn marg- ir til lofthræðslu á flugi. í könnun meðal 8700 farþega hjá SAS árið 1980 var m.a. spurt: „Finn- ur þú til óþæginda vegna flug- hræðslu?'1 Um 2% svöruðu „alltáf", jafn margir „oft“, 19% „stundum" og77% „aldrei". Af þeim sem aldrei sögðust vera flughræddir höfðu 8% áhuga á að taka þátt í námskeiði til að læra að draga úr flughræðslu.13 Að horfast í augu við vandann Það sem við gerum hefur áhrif á okkur sjálf og aðra. Afleiðingar þess að hræðast og hliðra sér við kring- umstæðum eru margs konar. Það er algengt að nákomnir bregðist við með umburðarlyndi og samúð. Margt bendir því til að hinn fælni sé gjarnan styrktur með jákvæðum við- brögðum annarra og með því að fá leyfi til að hverfa á braut og flýja hinar óþægilegu aðstæður vegna þess að kringumstæðurnar eru álitn- ar vekja spennu hjá honum. Þessi HEILBRtGÐISMAL 3/1984 31

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.