Heilbrigðismál - 01.09.1984, Síða 33
Skilyrðing (classical conditioning),
eftiröpun (modeling) og í þriðja lagi
með kennslu eða með því að heyra
um, lesa eða sjá atburði. Samkvæmt
rannsókn frá 1981 virðast 58% verða
fælnir við skilyrðingu, 17% með eft-
iröpun og 10% með kennslu, en
15% mundu ekki hvernig fælni
þeirra hafði byrjað.17
í fyrsta lagi má nefna sem dæmi
um skilyrðingu að maður festist í
lyftu og kemst ekki út fyrr en eftir
tvo tíma. Við það magnast líffræði-
leg viðbrögð hans verulega. Óþæg-
indi og óvissa um hvenær hann losn-
ar út verða allsráðandi. Með því
einu að beina huganum að þvt' að
festast í lyftu geta viðbrögðin orðið
svipuð. Hræðslan við lyftur getur
síðan breiðst út til fleiri aðstæðna
svo sem að vera lokaður inni í her-
bergi, ferðast með strætisvögnum,
lestum og flugvél. Jafnvel getur ótt-
inn breiðst út til annarra aðstæðna
sem ekki er hægt að komast frá fyrir-
varalaust, svo sem að sitja í stól hjá
rakara, hárgreiðslukonu eða tann-
lækni.
í öðru lagi getur fælni lærst með
eftiröpun og má til dæmis taka móð-
ur sem fælist hunda eftir að hafa
verið bitin á unga aldri. Þegar hún er
á gangi með barn sitt og hundur
verður á vegi þeirra hliðrar hún sér
hjá hundinum með því að taka barn-
ið í fangið og víkja úr vegi fyrir
honum, fara yfir götu, inn í næsta
hús, inn í búð eða eitthvað þess hátt-
ar. Samfímis vakna lífeðlisleg við-
brögð hennar. Barnið sem móðirin
heldur þéttingsfast að barmi sér
skynjar viðbrögð og spennu móður-
innar. Þegar barnið eldist og fer að
leika sér úti varar móðirin barnið við
flækingshundum, þeir geti bitið og
barnið geti fengið hundaæði. Þegar
barnið er orðið sex til sjö ára segir
móðirin því frá reynslu sinni er hún
var bitin, hvað blæddi mikið, frá
sársaukanum og þeim sárum sem af
hlutust. Smám saman tileinkar barn-
ið sér fælni móðurinnar.
1 þriðja lagi lærum við að fælast
ákveðna hluti sem við sjáunt í dag-
legu lífi, í sjónvarpi eða bíói,
heyrum frásögn af eða lesum um að
geti verið hættulegir.
Meðferðin er oftast
árangursrík
Lengi var álitið að lítið væri hægt
að bæta úr fælni með meðferð. Ný-
legar rannsóknir hafa breytt þeirri
skoðun. Fyrstur til að þróa áhrifa-
ríka meðferð við fælni var Joseph
Wolpe.18 Á sjötta áratugnum komst
hann að því að hægt væri að gera
hina fælnu ónæma fyrir þeim kring-
umstæðum sem þeir óttuðust ef þeir
væru fyrst þjálfaðir í slökun og væru
síðan látnir takast á við vandamálið f
huganum.
Það er þversögn að fælni skuli
geta lagast svo auðveldlega, vegna
þess að án meðhöndlunar læsir hún
helgreipum um mannsandann. Fælni
er óttinn sem endurspeglar sjálfan
sig. Sumir stika árum saman upp og
niður stiga vegna þess að þeir óttast
lyftur, en svo er þeim sama þó börn
þeirra ferðist með lyftum.
Meðferðin er í því fólgin að kenna
skjólstæðingnum ný og betri við-
brögð, ólík þeim sem hann áður hef-
ur sýnt við aðstæður sem hann fælist.
Þetta er gert til þess að hann hvorki
dragi sig í hlé né flýi þær aðstæður
sem hann óttast. Þeirri hegðun sem
hafði verið lærð er breytt með því að
fjarlægja þau áreiti sem halda hliðr-
un við.
Menn, líkt og dýr, hræðast yfir-
leitt hið óþekkta. Það vita hesta-
menn vel þegar þeir temja hesta. I
stað þess að skella hnakk beint á
hestinn og spenna hann á er hestur-
inn smám saman vaninn við aukinn
þunga þannig að fyrst er lagður
strigapoki á bakið og svo koll af kolli
uns hægt er að leggja við og að lok-
um stíga á bak. Skjólstæðingurinn er
hvattur til að æfa sig við þær aðstæð-
ur sent hann óttast og til að komast
að raun um að þær eru ekki eins
slæmar og hann átti von á. Mark-
miðið er að hann horfist í augu við
þær kringumstæður sem hann skelf-
ist og kynnist þeim án þess að afleið-
ingarnar verði óþægilegar. Enn
betra er að takast á markvissan og
ánægjulegan hátt á við þessar að-
stæður. Aðalmarkmið meðferðar er
að skjólstæðingurinn fari á þann
vettvang sem hann óttast og nálgist
áreitið hægt en markvisst. Hvert
skref fram á við í átt að áreitinu er
tekið með hugarfari og afstöðu sem
HEILBRIGÐISMAL 3/1984 33