Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 7
HEILBR/GÐISMÁL / Jóhannes Long - TÓBAKSVARNANEFND / Auk hf. Hvers vegna er bannað að selja börnum tóbak? Grein eftir Porvarð Örnólfsson Tóbaksvamir sem miða að því sérstaklega að styðja ungt fólk til að byrja ekki að reykja, eru almennt betur séðar en sumt annað sem gert er til að draga úr reykingum. Það er hverjum manni ávinning- ur að byrja ekki að reykja á upp- vaxtarárunum, hvað sem síðar verður. Þessa ályktun má draga af ýmsum rannsóknum sem sýna að því yngri sem menn byrja að reykja því meiri er hættan á heilsutjóni og dauða af völdum reykinganna. Þessi mismunur er einkum tal- inn skýrast af eftirtöldu: o Líkami og líffæri í vexti eru sér- lega viðkvæm fyrir áhrifum eitur- efna í tóbaksreyk. o Ahrifatími verður því lengri sem menn byrja fyrr að reykja. Ljóst er að hættan vex með áhrifatímanum. o Þeir sem byrja ungir að reykja | hneigjast öðrum fremur til mikilla I reykinga. Því meira sem menn \ reykja, þeim mun meiri er hættan. Þeir sem byrja ungir að reykja virð- ast einnig reykja mikið ofan í sig og auka með því heilsuspillandi áhrif reyksins. o Ungt fólk reykir langflest síga- j rettur. Sígarettureykingar hafa reynst vera hættulegasta tóbaks- j neyslan. Sfðasta áratuginn hefur Krabba- meinsfélagið að verulegu leyti séð um tóbaksvamastarf í skólum. Jafnframt hefur upplýsinga- og áróðursstarfsemi tóbaksvama- nefnda beinst meira eða minna að börnum og unglingum. Viðleitni þessara aðila og annarra sem lagt hafa hönd á plóginn hefur vissu- lega borið umtalsverðan árangur, svo sem kannanir sýna. Lengi hefur þó verið ljóst að þörf sé margvíslegra lagaákvæða um tóbaksmál til að efla og treysta þau áhrif sem nást með fræðslu og for- tölum. Hefur úr þessu ræst smátt og smátt og þó einkum með tóbaks- varnalögunum sem tóku gildi í árs- byrjun 1985. Eitt ákvæði laganna, öðrum fremur, beinist að börnum. Þar er kveðið á um bann við að selja einstaklingum yngri en 16 ára tóbak. Þetta mikilvæga ákvæði hafði ekki verið hér áður í lands- lögum en var hins vegar í nokkr- um staðbundnum lögreglusam- þykktum og barnaverndarreglu- gerðum. Líkt ákvæði er í norsku tóbaks- vamalögunum frá 1973 og hinum finnsku frá 1977 og í löggjöf að minnsta kosti 13 annarra landa. Hafa hin elstu verið í gildi nærfellt eina öld. Sérfræðinganefndir Al- þjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar (WHO) um tóbaksvarnir hafa síðan 1974 ítrekað hvatt aðildarrík- in til að lögleiða slíkt bann. Þótt viðurkennt sé að fram- kvæmd banns við sölu tóbaks til j barna og unglinga sé vissum ann- ( mörkum háð, er talið að það sé I ómissandi þáttur í hverri ítarlegri tóbaksvarnalöggjöf sem staðfesting á því viðhorfi stjórnvalda að nauð- synlegt sé að hamla sérstaklega gegn reykingum barna og ungl- inga. Það sem á að geta unnist með banninu er einkum þetta: I fyrsta lagi girðir það fyrir að börn nái auðveldlega í tóbak til eigin nota og dregur þannig úr hættunni á að þau byrji reykingar. I öðru lagi tekur það fyrir þann ósið fullorðinna að senda börn til að kaupa tóbak og venja þau þann- ig á að fara með það eins og hvem annan nauðsynjavarning. I þriðja lagi losar það börnin við það, sem þeim er sumum ógeðfellt, að þurfa að kaupa fyrir foreldra sína eða aðra vandamenn vöru sem þau vita að er hverjum manni skaðleg og jafnvel lífshættuleg til lengdar. Megingildi sölubannsins felst augljóslega í því að það er alveg fortakslaust: Oheimilt er að selja börnum yngri en 16 ára tóbak þó að þau hafi með sér miða eða annars konar skilaboð um að þau eigi að kaupa tóbakið fyrir einhvem full- orðinn. Mikið er í húfi að þetta laga- ákvæði nái tilgangi sínum. Til þess j þarf að framfylgja því svo sem frek- j ast er kostur — ekki einungis af því j að þetta eru lög, heldur líka af því að þau horfa til heilla. Þorvarður Örnólfsson lögfræðingur hefur verið framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reykjavíkur síðan 1975 og skipulagt fræðslustarf félagsins. Hann á sæti í tóbaksvarnanefnd. HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.