Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 34
Fjölbreytt fræðslustarf Frá aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur Á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur sem var haldinn 24. mars kom fram að starfsemin á síð- asta ári beindist eins og áður eink- um að fræðslu og fjáröflun. Tíu ár eru nú liðin síðan félagið hóf skipulegt tóbaksvarnastarf í grunnskólum í samráði við yfirvöld heilbrigðis- og menntamála. Nær það meira eða minna til allra grunnskóla á landinu. Einn þáttur þess er sá að farið er í fræðsluheim- sóknir í skólabekki. Stefnt er að því að ná til nemenda allra 5.-8. bekkja á höfuðborgarsvæðinu á þessu skólaári og farið hefur verið í meira en fjörutíu skóla utan svæðisins, í öllum fræðsluumdæmum. Einnig útvegar félagið skólunum fræðslu- efni og lánar þeim myndir um skaðsemi reykinga og krabbamein. Utlán fræðslumynda hafa aukist stórlega allra síðustu árin með til- komu myndbanda. Blaðið Takmark kom út tvisvar á starfsárinu og var að vanda dreift í grunnskólum og víðar. Út komu tveir nýir fræðslu- bæklingar, „Tölfræði krabba- meina" og „Til foreldra um reyk- ingar". Nokkrir fræðslufundir voru haldnir í framhaldsskólum og sér- skólum og fjöldi nemenda leitaði til félagsins um fræðsluefni varðandi krabbamein o.fl. Haldnir voru fjór- ir fræðslufundir fyrir almenning. Á þremur var fjallað um ýmis mál er varða aðstöðu krabbameinssjúkl- inga en á fjórða fundinum um þátt vinnuumhverfis og ávana- og fíkni- efna í myndum krabbameina. Sam- tals sóttu yfir 300 manns þess fundi. Ennfremur fluttu starfs- menn félagsins erindi á fundum ýmissa félagasamtaka. Námskeið þau sem hófust hjá Krabbameinsfélaginu snemma á sl. ári, til aðstoðar fólki sem vill hætta j að reykja, hafa haldið áfram og I komast færri að en vilja. Alls hafa ) verið haldin átta slík námskeið í Reykjavík og nokkur utan Reykja- | víkur, og árangur lofar góðu. Að vanda veitti Krabbameins- félag Reykjavíkur nokkrum aðilum styrki til ferða á fundi og ráðstefnur erlendis um krabbamein og málefni krabbameinssjúklinga. Einnig stóð það, með Krabbameinsfélagi Is- lands, undir kostnaði við að endur- skipuleggja starf stuðningshópa krabbameinssjúklinga. Loks lagði félagið fram fé til kaupa á mikil- vægu geislalækningatæki, línu- hraðli. Krabbameinsfélag Reykjavíkur sér um rekstur á Happdrætti Krabbameinsfélagsins en helming- ur ágóðans rennur til Krabbameins- félags íslands. Happdrættið hefur nú um þrjátíu ára skeið verið ein helsta stoðin undir starfsemi krabbameinssamtakanna. Á aðalfundinum var Tómas Árni Jónasson læknir endurkosinn for- maður Krabbameinsfélags Reykja- víkur. Framkvæmdastjóri félagsins er Þorvarður Örnólfsson. Cóðar gjafir. Krabbameinsfélagi Reykjavíkur hafa borist rausnar- legar gjafir frá Þorkeli Helgasyni, sem nú er á níræðisaldri og dvelst á Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrri gjöfin barst árið 1982, en sú síðari í byrjun J þessa árs. Gjafir þessar gaf Þorkell J til minningar um konu sína, Ástríði Ingibjörgu Björnsdóttur, og for- eldra sína Guðríði Þorkelsdóttur og Helga Ólafsson í Litla-Bæ á Akra- nesi. Þorkell var einn af stofnend- um vörubílstjórafélagsins Þróttar j og stundaði akstur í sautján ár. Síð- | an rak hann lengi svína- og | hænsnabú á Grund við Grensásveg J í Reykjavík og síðar á Vatnsleysu- | strönd. Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur vill hér með þakka 1 þessar góðu gjafir. VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins Dregið 17. júní 1986 VOLVO 360 GLT RÍÖ: 174928 VOLVO 340GLRIO DAIHATSU CHARADE 10386 116639 142574 16989 52577 143670 144488 176055 VORUR AÐ EIGIN VALI Á KR. 25.000: 1258 1354 8227 10206 12164 14920 15712 17432 18797 21906 23290 23472 23904 24957 29800 29839 30067 31056 35048 42332 46118 48396 49897 50567 53247 53424 53729 56488 57831 58676 59960 60073 62042 63232 63996 65519 66855 68528 68731 69532 70630 74813 77107 78420 83844 85940 86155 87150 87526 87669 92782 98917 103547 105448 108886 110738 112855 113036 114449 118115 122936 123639 125306 125378 126475 127947 136078 138365 138821 140984 143631 145890 148708 150823 151793 153613 157187 160737 162471 164776 164842 172472 172744 173385 176064 177403 180576 180770 182133 182797 Handhafar vinningsmiða framvisi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíö 8. sími 62 14 14. Krabbameinsfélagiö þakkar landsmönnum veittan stuðning. <j) t Krabbameinsfélagið § 34 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.