Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 14
HEILBRIGÐISMÁL / Eggert Pétursson Náttúruleg geislun Grein eftir Guðmund S. Jónsson Umræður síðustu vikur um geislun af völdum óhapps í kjarn- orkuveri beina athygli að náttúru- legri geislun sem er í umhverfi okk- ar, en vill oft gleymast. Nóbels- verðlaunahafinn Rosalyn Yalow benti nýlega á það að þeir sem flugu frá Evrópu til Bandaríkjanna vegna geislunar frá Sovétríkjunum í lok apríl hefðu sennilega orðið fyrir meiri geislun á leiðinni heldur en sem nemur þeirri geislun sem þeir voru að flýja. Síðar í þessari grein verður m.a. fjallað um geimgeislun, en lítum fyrst á nokk- ur grundvallaratriði. Jónandi geislun er óhjákvæmi- leg í lífi mannsins. Hún er hluti af rafsegulbylgjum, eins og ljósið, og hefur flesta eiginleika ljóss, en einnig aðra sem ljósið hefur ekki en hafa skaðleg áhrif á lífheim okkar. Geislun sem er jónandi rífur rafeindir burt af brautum sínum innan frumeinda þess efnis sem hún fer um. Hve mikil þessi jón- andi áhrif verða fer eftir gerð og magni geislunarinnar. Til dæmis hefur alfa-geislun, sem jónar efni mjög þétt, meiri líffræðileg áhrif heldur en gammageislun, þar sem jónunin er miklu gisnari. Það sem ræður þó mestu um skaðleg áhrif jónandi geislunar er magn hennar og þá sérstaklega hve mikilli orku hún tapar við það að fara í gegnum viðkomandi efni. Mælieiningar. Ymsar einingar eru notaðar til að mæla jónandi geislun. Um langt skeið hafa verið notaðar einingarnar röntgen, rad og rem. Röntgen er mælieining fyrir útgeislun og segir til um þann fjölda frumeinda sem jónast af völdum hennar. Rad og rem eru mælieiningar fyrir þá orku sem geislun tapar í efni og gefa því beint upplýsingar um líffræðileg áhrif hennar. Þar sem þessar ein- ingar falla ekki að alþjóðlegu mæli- einingakerfi eru þær ekki notaðar lengur og hafa aðrar verið teknar upp í staðinn, en það eru Gray (Gy) og Sievert (Sv). Gray kemur í staðinn fyrir rad og segir til um þá orku sem geislun tapar í viðkom- andi efni (1 Gray = 1 Joule/kg). Þar sem skaðleg áhrif geislunar verða fyrir tilstilli þeirrar orku sem geislun skilur eftir í efni gefur þessi mælieining góðar upplýsingar um þau áhrif. Enn betri upplýsingar gefur þó einingin Sievert, en hún kemur í staðinn fyrir rem (1 mSv er 0,1 rem). Þessi eining (sem á ís- lensku mætti rita „sívert") tekur auk þess tillit til þess af hvaða gerð geislun er og hve þétt hún jónar. Þessi eining gefur því bestar upp- lýsingar um líffræðileg áhrif þess geislaskammts sem um ræðir. Geislaskammtar. Sem dæmi um stærð skammta má taka þann geislaskammt sem íbúar jarðar verða fyrir af völdum náttúrunnar, og nánar verður minnst á hér á eftir. Algengt er að hann sé á bilinu 1-2 millisívert (mSv) á ári á hvern íbúa, og sennilega í lægri mörkun- um hér á landi. Til viðmiðunar má nefna að þeir sem vinna við geisla- tæki (t.d. röntgentæki) mega ekki fá í sig meiri geislun en 52 milli- sívert á ári. Samkvæmt alþjóðaregl- um um geislavarnir má almenning- ur aðeins fá tíunda hluta af þessum skammti eða 5 millisívert á ári. Jónandi geislun rífur rafeindir burt af brautum sínum innan frumeinda þess efnis sem hún fer um. Fóstur í móðurkviði er ákaflega viðkvæmt fyrir geislaáhrifum. Þetta á sérstaklega við á því skeiði þegar líffæramyndun fer aðallega fram, en það er á fyrstu tíu vikum meðgöngu. Samkvæmt geislavarn- areglum má fóstur á þessu skeiði helst ekki fá neina geislun til við- bótar hinni óhjákvæmilegu náttúru- geislun. Verði fóstur af slysni fyrir geislun sem er meiri en 50 millisívert er leyfð fóstureyðing. Þessi viðmiðunarskammtur er þó talsvert mismunandi eftir löndum. Geislavirkni. Rétt er að minn- ast hér lítillega á eininguna Becqu- erel (Bq), sem er eining fyrir geisla- virkni og kom í stað einingarinnar Curie, sem áður var notuð. Geisla- virk efni breytast í önnur efni við útsendingu jónandi geislunar. Kjarni viðkomandi efnis breytist þá í kjarna annars efnis, sem er þá ýmist geislavirkt eins og móðurefn- ið eða ekki, en 1 Bq samsvarar einni slíkri kjarnabreytingu á sek- úndu. Efni eru mjög mismikið geislavirk og senda auk þess frá sér mismunandi gerðir geislunar. Geislun af náttúruvöldum. Frá alda öðli hefur allt mannkynið staðið í sífelldu regni jónandi geislunar, sem er þó mjög mis- munandi eftir stað og tíma. Helstu atriði sem ráða þessu eru breiddar- gráða, hæð frá jörðu og magn geislavirkra efna í jarðvegi. Nátt- úruleg geislun á upptök sín bæði í geimnum og á jörðinni og er í raun- inni ferns konar. 1. Geimgeislun. Geimgeislar stafa að sumu leyti frá sólinni, en að mestu leyti frá stjarngeimnum. Þó getur geislun frá sól við ákveðnar aðstæður, þegar sólblett- ir eru í hámarki eða í meiri háttar sólgosum, aukið allverulega geimgeislun þá sem lendir á jörð- inni. Aðeins hluti af geimgeislun kemst til jarðar. Stór hluti verður eftir í lofthjúpnum sem umlykur jörðina. Þeir geislar sem komast alla leið til jarðar eru ákaflega orku- - 14 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.