Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 9
TIME / Goldstein - HEILBRIGÐISMÁL / Halla Sigurjóns Nýjungar í tannlækningum Grein eftir Höllu Sigurjóns Miklar og örar framfarir eru á öllum sviðum tannlækninga. Ný efni koma fram, fyllingarefni verða sífellt betri og eldri aðferðir og tæki eru í stöðugri þróun. Mikilvægar upplýsingar liggja fyrir um orsakir tannsjúkdóma, sem opna leiðir til að sjá við þeim í tíma. Þannig fær- ast störf tannlækna í vaxandi mæli frá tannviðgerðum að forvamar- starfi. Hér verður fjallað nánar um nýjungar á þessum sviðum. Hvað er tannskemmd? Tannáta, eða tannskemmd, verð- ur til þegar sýrur í munni leysa upp steinefni glerungs. Meginuppistaða glerungs (95%) og tannbeins (65%) eru steinefnin kalsíumapatít og hýdroxílapatít. Önnur efni eru prótín, límefni (col- lagen) og vatn í litlu magni. I munni á sér stað sífelld umsetn- ing efna, uppbygging og niðurbrot Með nýlegri aðferð, sýruætingu og notkun plastefnis, er hægt að fylla upp svonefnt frekjuskarð á milli framtanna. Myndirnar sýna munnsvipinn fyrir og eftir meðferð. Farið er að beita þessari aðferð hérlendis. steinefna úr tönnum. Súrt munnvatn (lækkað sýrustig) stuðl- ar að úrkölkun, en minnki sýran dregur glerungur til sín steinefni úr munnvatninu, tannáta stöðvast og gengur jafnvel til baka. Sýklar í munni brjóta niður sykur og breyta honum í sýrur, sem eru mesti skaðvaldur tanna. Ahrif sýr- anna eru háð þeim tíma er sýklar eru í snertingu við tennurnar, en séu þeir látnir óáreittir ná þeir, ásamt fæðuleifum og öðrum óhreinindum, að mynda lím- kennda kvoðu á yfirborði tanna, svonefnda sýklu, sem verður gróðrastía fyrir tannskemmdir. Varnir gegn tannskemmdum Til skamms tíma hafa varnir gegn tannskemmdum einkum ver- ið fólgnar í takmökun sykurneyslu, burstun og hreinsun tanna. Flúor í munni, hvort sem hann er kominn úr drykkjarvatni, töflum eða tannkremi, þéttist og binst gler- ungskristöllum tannanna og mynd- ar þannig varnarhúð gegn ágangi sýru. Einnig lækkar flúor yfirborðs- spennu glerungs, svo tannsýkla nær þar síður fótfestu. A síðustu árum hefur athygli tannlækna í vaxandi mæli beinst að því að greina tannskemmdir á byrj- unarstigi, t.d. með röntgenmynd- um, og geta þeir þannig bent á að hreinsa þurfi þær tennur sérstak- lega svo hægt sé að verjast tannsýklu. Árangur er háður sam- vinnu tannlæknis og skjólstæðings hans. Síðustu áratugi hefur dregið mjög úr tannskemmdum fólks á Vesturlöndum, einkum í Banda- ríkjunum og Iöndum Norður-Evr- ópu, að íslandi einu undanskildu. I nágrannalöndum okkar virðast tennur fólks hafa meiri viðnáms- þrótt en áður gegn tannátu. Vera má að tennur þess verði sjaldnar fyrir líffræðilegu áreiti en áður. Sykurmagn í fæðu á hér ekki eitt hlut að máli, heldur og hversu oft og lengi það og önnur áreiti vara hverju sinni. Fæðuval og mataræði hafa al- mennt breyst með þeirri vakningu 1 hægri jaxlinn var sett plastfylling sem er falleg en endist ekki mjög vel. í vinstri jaxlinum er silfurfylling (am- algam) sem dökknar með tímanum en 1 endist vel. HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.